Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2016 06:00 Strákarnir fagna fyrra markinu gegn Tyrkjum. vísir/andri marinó Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira