Tyrkir tættir í sundur í Dalnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. október 2016 06:00 Strákarnir fagna fyrra markinu gegn Tyrkjum. vísir/andri marinó Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Ísland er enn taplaust og ásamt Króatíu á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018. Þó svo að enn sé langur vegur fram undan að lokakeppninni bar leikur liðsins í 2-0 sigri á Tyrklandi í gær með sér að strákarnir eru síst búnir að fá nóg eftir ævintýri sumarsins í Frakklandi og ætla sér beinustu leið til Rússlands. Aðaláhyggjuefni margra fyrir leikinn í gær var fjarvera fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar, sem var í banni, og tilheyrandi tilfærslur innan liðsins. En þær áhyggjur reyndust ástæðulausar – Birkir Bjarnason leysti miðjuhlutverkið með miklum sóma og Theódór Elmar Bjarnason kom inn á kantinn af miklum krafti. Raunar áttu allir leikmenn Íslands góðan dag.Færin á færibandi Íslenska liðið spilaði af miklum krafti frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Einbeitingarleysið sem mátti sjá á liðinu í leiknum gegn Finnlandi á fimmtudag var hvergi að sjá í þetta skiptið. Tyrkir fengu lítinn sem engan tíma á boltann, náðu ekki að skapa sér færi á löngum köflum á meðan íslenska liðið var yfirvegunin uppmáluð og náði margsinnis að byggja upp fallegar sóknir. Færin komu hvert á eftir öðru og með réttu hefði Ísland átt að vera komið 2-0 yfir eftir stundarfjórðung. Kári Árnason og Alfreð Finnbogason nýttu ekki góð færi en það var það eina sem vantaði upp á magnaða frammistöðu framan af leik. Ísland var einfaldlega með yfirhöndina, hvert sem var litið á vellinum.Elja og dugnaður upp á tíu Þó svo að fyrra mark Íslands hafi verið sjálfsmark var uppspil íslenska liðsins, með þá Gylfa Þór og Jóhann Berg í fararbroddi, stórglæsilegt og verðskuldaði mark. Stuttu síðar kom Alfreð Íslandi í 2-0 forystu eftir ótrúlega stoðsendingu Kára Árnasonar, sem skallaði boltann af eigin vallarhelmingi inn fyrir varnarlínu Tyrkja. Síðari hálfleikur var ekki jafn opinn, þó svo að Alfreð hafi klúðrað dauðafæri snemma í honum, en Tyrkir komust aldrei nálægt því að ógna forystu Íslands. Eljan og dugnaðurinn hjá strákunum okkar var upp á tíu og þeir sáu til þess að Ísland hélt í fyrsta sinn marki sínu hreinu í mótsleik síðan að Íslendingar tryggðu sér sætið á EM með markalausu jafntefli við Kasakstan.Ísland óttast engan Næsti leikur Íslands í riðlinum verður sennilega sá erfiðasti, gegn Króatíu ytra. En strákarnir sendu sterk skilaboð með frammistöðunni í gær og með réttu ættu þeir ekki að óttast neitt lið. Slík eru gæðin í íslenska liðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira