Döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist í samfélaginu nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 9. október 2016 21:40 Nancy O'Dell, meðstjórnandi þáttarins Entertainment Tonight, er konan sem Trump talaði um í myndbandinu. MYND/GETTY Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Nancy O‘Dell, gifta konan sem Donald Trump sagðist hafa reynt við í myndbandi sem var lekið nú á dögunum, hefur tjáð sig opinberlega um ummæli hans. Myndbandið hefur vakið heimsathygli frá birtingu þess og hafa áhrifamiklir repúblikanar dregið stuðning sinn við Trump til baka vegna þess. Í myndbandinu hreykti Trump sér meðal annars af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær vegna þess að hann væri „stjarna“. „Ég dregst bara sjálfkrafa að fallegum konum. Ég byrja bara að kyssa þær, eins og segull. Bara kyssi þær. Ég bíð ekki einu sinni. Þegar þú ert stjarna leyfa þær þér það. Þú getur gert hvað sem er. Gripið í píkuna á þeim. Þú getur gert hvað sem er,“ sagði Trump í myndbandinu. Hann talaði einnig um konu sem hann hefði reynt ákaflega að sænga hjá, án árangurs, en sú kona er áðurnefnd Nancy O'Dell. „Ég reyndi við hana en það tókst ekki. Ég viðurkenni það,“ sagði Trump um O‘Dell í myndbandinu. „Hún var gift,“ bætti Trump við og sagðist jafnframt hafa farið með konunni í verslunarleiðangur til þess að aðstoða hana við kaup á húsgögnum. O’Dell gaf út yfirlýsingu um málið í Entertainment Tonight en hún er meðstjórnandi þáttarins. „Án alls tillits til stjórnmála, þá er ég döpur yfir því að svona athugasemdir viðgangist yfirhöfuð ennþá í samfélaginu. Þegar ég heyrði athugasemdir [Trumps] í gær voru mikil vonbrigði að heyra slíka hlutgervingu á konum,“ sagði O‘Dell í þættinum. Að hennar mati þarf orðræðan að breytast enda ætti engin kona, eða nokkur manneskja, að verða að umfjöllunarefni af þessu tagi, jafnvel þegar engar myndavélar eru nærri. Donald Trump hefur beðist afsökunar á ummælum sínum en hann fullyrti að ummælin endurspegluðu ekki hans innri mann. Ljóst þykir þó að myndbandið komi til með að hafa skaðleg áhrif á Trump en kosningar til Bandaríkjaforseta munu fara fram 8. nóvember næstkomandi. Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10 Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15 Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Harðjaxlar hafa fengið nóg af Trump Robert De Niro og Arnold Schwarzenegger eru búnir að gefast upp á auðkýfingnum. 8. október 2016 19:10
Donald Trump er ekki af baki dottinn Þrátt fyrir mikla ólgu innan Repúblikanaflokksins ætlar auðkýfingurinn sér að halda ótrauður áfram 8. október 2016 17:26
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Trump biðst afsökunar á ummælum sínum um konur „Þessi orð endurspegla ekki hver ég er. Ég biðst afsökunar.“ 8. október 2016 13:15
Frammámenn í Repúblikanaflokknum draga stuðning sinn til baka Fjölmargir áhrifamenn í bandaríska Repúblikanaflokknum hafa farið fram á að Donald Trump forsetaframbjóðandi dragi framboð sitt til baka. 9. október 2016 10:44