Nú er nýhafinn seinni hálfleikur í leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018.
Íslendingar voru miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og stjórnuðu ferðinni.
Á 42. mínútu skaut Theodór Elmar Bjarnason boltanum í Ömer Toprak og inn og tveimur mínútum síðar skoraði Alfreð Finnbogason sitt ellefta landsliðsmark eftir skalla Kára Árnasonar inn fyrir vörn Tyrkja. Þetta var þriðja mark Alfreðs í jafn mörgum leikjum í undankeppninni.
Hægt er að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Hér að ofan má sjá myndir frá veislunni í Laugardalnum sem Ernir Eyjólfsson og Andri Marinó Karlsson, ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, tóku.
