Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði eitt marka Stabæk sem lagði Klepp 4-1 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Jón Páll Pálmason þjálfari lið Klepp og sá hann lið sitt komast yfir strax á 5. mínútu og halda forystunni út fyrri hálfleikinn.
Það tók Stabæk aðeins stundarfjórðung að komast í 3-1 í seinni hálfleik og skoraði Gunnhildur þriðja markið. Sautján mínútum fyrir leikslok gulltryggði Ida Enget sigur Stabæk.
Stabæk lyfti sér með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar með 37 stig en Klepp er í 9. sæti með 19 stig, 12 stigum frá fallsæti þegar níu stig eru í pottinum.
Gunnhildur skoraði í góðum sigri
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið



Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk
Íslenski boltinn