Gylfi: Mikill heiður að leiða liðið út Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 8. október 2016 12:07 Gylfi skýtur í átt að marki Finnlands á fimmtudaginn vísir/anton Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson mun leiða íslenska landsliðið út á Laugardalsvöll sem fyrirliði annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Tyrklandi. Gylfi verður fyrirliði í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem tekur út leikbann. „Það er mikill heiður að fá að leiða liðið út. Þetta er mitt fyrsta skipti. Það er eitthvað sem maður dreymdi um þegar maður var lítill,“ sagði Gylfi á blaðamannafundi í morgun. „Mitt helsta markmið er ekkert að vera fyrirliði hjá liði. Það er ekki það sem ég hugsa um en ég er mjög stoltur að vera fyrirliði núna og það verður sérstök stund fyrir mig á morgun að leiða liðið út.“ Gylfi og Aron hafa myndað öflugt teymi inn á miðri miðju Íslands en Gylfi óttast ekki að hann nái ekki samskonar tengslum við hvern þann sem kemur inn í liði fyrir Aron. „Hver sem kemur inn á miðja miðjuna þá þekki ég hann mjög vel og er búinn að spila með honum í mörg ár. „Það er þægilegt að hafa Aron til að bakka mann upp þegar maður fer fram á við. En ég veit að ef Aron fer fram þá sit ég og ég býst við því að sá sem kemur inn sinni meira varnarhlutverki en ég á morgun. Við þekkjumst allir vel í hópnum þannig að það verður ekkert vesen,“ sagði miðjumaðurinn öflugi. Ísland vann Finnland á fimmtudaginn og sagði Gylfa þrjá daga vera nægan tíma á milli leikja til að jafna sig. „Mér líður vel. Við erum vanir þessu flestir, að spila með stuttu millibili. Við fáum tvo heila daga til að jafna okkur sem er nóg. Það er fínt að spila á þriðja degi. Fyrir utan þá sem fengu högg í síðasta leik þá eru allir í toppmálum,“ sagði Gylfi sem býst við allt öðruvísi leik en á fimmtudaginn gegn Finnlandi. „Já, þeir eru bæði betri tæknilega og með betri leikmenn. Þeir koma örugglega hingað til að sækja þrjú stig. Þeir munu sækja meira en Finnarnir gerðu. Ég býst við að Tyrkirnir komi hingað til að sækja þrjú stig, sem gæti hjálpað okkur. „Þetta verður samt sem áður mjög erfiður leikur. Við verðum að spila mjög góðan fótbolta og mjög vel til að ná í þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn