Munurinn á milli Mercedes manna var 0,013 sekúndur þegar upp var staðið. Rosberg náði sínum 30. ráspól í Formúlu 1 í dag.
Öll athyglin er á baráttu liðsfélaganna hjá Mercedes. Rosberg var fljótari en Hamilton í fyrstu lotunni. En þeir komust áfram á harðari dekkjum en aðrir.
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur í lotunni þó og Kimi Raikkonen annar, einnig á Ferrari.
Í fyrstu lotu duttu út; Manor og Sauber ökumennirnir, Kevin Magnussen á Renault og Jenson Button á McLaren.

Carlos Sainz á Toro Rosso snérist á sinni síðustu tilraun til að setja góðan tíma í annarri lotu. Sainz þurfti á hringnum að halda en tókst ekki að tryggja sig áfram.
Í annarri lotu duttu út; Toro Rosso ökumennirnir og Williams ökumennirnir ásamt Fernando Alonso á McLaren og Jolyon Palmer á Renault.
Í fyrstu tilraun lokaumfeðrarinnar tókst Hamilton að skáka Rosberg. Sex fremstu ökumennirnir voru allir á sömu hálfu sekúndunni þegar fyrstu tilraun var lokið.
Rosberg töfraði fram rosalegan lokahring og stal ráspólnum af Hamilton.
Bein útsending frá keppninni hefst klukka 4:30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport.
Hér að neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu úrslitum helgarinnar.