Hauka bíður erfitt verkefni gegn Alingsås Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2016 10:00 Íslandsmeistarar Hauka mæta sænska liðinu Alingsås í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta í dag. Alingsås hefur á sterku liði að skipa og er búið að vinna alla fjóra leiki sína á tímabilinu í deildinni heima fyrir. Haukar hafa aftur á móti farið illa af stað í Olís-deildinni og eru aðeins búnir að vinna tvo leiki af sex. „Við höfum brett upp ermar og leggjum helmingi harðar að okkur til að spila betur. Við vorum slakir í byrjun og ekkert sáttir. En við höfum snúið bökum saman og leggjum hart að okkur til að bæta okkur. Þetta er frábær tímapunktur fyrir okkur að rífa okkur upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Guðmundur Árni Ólafsson, sem kom til Hauka fyrir tímabilið, segir að það hafi vantað taktinn í lið Íslandsmeistaranna í upphafi tímabils. „Það hefur vantað einhvers konar samheldni. Við vorum meðvitaðir um það og það voru allir af vilja gerðir. Svo fengum við utanaðkomandi hjálp og það hefur skilað sér,“ sagði Guðmundur en Haukar unnu góðan sigur á Akureyri á miðvikudaginn. „Kjarninn og samheldnin var mun sterkari í síðasta leik. Það er tilhlökkun að fá Evrópukeppnina strax núna til að byggja ofan á þetta,“ bætti Guðmundur við.Leikur Hauka og Alingsås í Schenker-höllinni hefst klukkan 16:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi. Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 26-29 | Kærkominn sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Hauka unnu kærkominn sigur á Akureyri, 26-29, í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 5. október 2016 21:15 Gunnar framlengir við Íslandsmeistarana Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2020. 27. september 2016 22:23 Adam Haukur áfram á Ásvöllum Adam Haukur Baumruk hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka. 3. október 2016 21:15 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka mæta sænska liðinu Alingsås í 2. umferð EHF-bikarsins í handbolta í dag. Alingsås hefur á sterku liði að skipa og er búið að vinna alla fjóra leiki sína á tímabilinu í deildinni heima fyrir. Haukar hafa aftur á móti farið illa af stað í Olís-deildinni og eru aðeins búnir að vinna tvo leiki af sex. „Við höfum brett upp ermar og leggjum helmingi harðar að okkur til að spila betur. Við vorum slakir í byrjun og ekkert sáttir. En við höfum snúið bökum saman og leggjum hart að okkur til að bæta okkur. Þetta er frábær tímapunktur fyrir okkur að rífa okkur upp,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Guðmundur Árni Ólafsson, sem kom til Hauka fyrir tímabilið, segir að það hafi vantað taktinn í lið Íslandsmeistaranna í upphafi tímabils. „Það hefur vantað einhvers konar samheldni. Við vorum meðvitaðir um það og það voru allir af vilja gerðir. Svo fengum við utanaðkomandi hjálp og það hefur skilað sér,“ sagði Guðmundur en Haukar unnu góðan sigur á Akureyri á miðvikudaginn. „Kjarninn og samheldnin var mun sterkari í síðasta leik. Það er tilhlökkun að fá Evrópukeppnina strax núna til að byggja ofan á þetta,“ bætti Guðmundur við.Leikur Hauka og Alingsås í Schenker-höllinni hefst klukkan 16:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni textalýsingu á Vísi.
Handbolti Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 26-29 | Kærkominn sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Hauka unnu kærkominn sigur á Akureyri, 26-29, í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 5. október 2016 21:15 Gunnar framlengir við Íslandsmeistarana Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2020. 27. september 2016 22:23 Adam Haukur áfram á Ásvöllum Adam Haukur Baumruk hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka. 3. október 2016 21:15 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Haukar 26-29 | Kærkominn sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar Hauka unnu kærkominn sigur á Akureyri, 26-29, í 6. umferð Olís-deildar karla í kvöld. 5. október 2016 21:15
Gunnar framlengir við Íslandsmeistarana Gunnar Magnússon, þjálfari Íslandsmeistara Hauka í handbolta, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2020. 27. september 2016 22:23
Adam Haukur áfram á Ásvöllum Adam Haukur Baumruk hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka. 3. október 2016 21:15