Verið fullkominn ferill Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2016 06:00 Jón Daði kemur Íslandi í 1-0 gegn Tyrkjum á Laugardalsvelli haustið 2014. vísir/anton Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum var Jón Daði Böðvarsson óvænt í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta þegar það vann Tyrkland, 3-0, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016. Hann skoraði í frumraun sinni í mótsleik fyrir Ísland og hefur ekki litið um öxl. Fótboltinn fer í hring eins og lífið. Á sunnudaginn mæta strákarnir okkar Tyrklandi í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2018 og vonast Jón Daði til að vera með eftir að þurfa að hvíla gegn Finnlandi vegna meiðsla í nára. „Ég er bara góður. Eiginlega betri ef eitthvað er,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Selfyssingur við Fréttablaðið á æfingu landsliðsins í Egilshöllinni í gær. „Ég sé fram á að vera klár á sunnudaginn en maður veit aldrei því nárinn er svo lúmskur. Það er verið að vinna í honum.“Fótboltinn ekki alltaf fallegur Jón Daði átti ekki að byrja leikinn fræga gegn Tyrklandi í ágúst 2014 heldur átti Jóhann Berg Guðmundsson að fá tækifærið við hlið Kolbeins Sigþórssonar í framlínunni. Eins dauði er annars brauð í þessum bransa og tók það Jóhann Berg nokkra mánuði að vinna aftur sitt sæti. Það gerði hann reyndar með stæl og byrjaði, eins og Jón Daði, alla leiki Íslands á EM. Nú þegar Jón var sjálfur meiddur fékk Björn Bergmann Sigurðarson óvænt tækifæri í byrjunarliðinu. Skagamaðurinn hefur ekki haft áhuga á að spila fyrir landsliðið en var allt í einu mættur í byrjunarliðið, tilbúinn að heilla landsliðsþjálfarana. Það er aldrei þægilegt fyrir fótboltamenn að sjá einhverja aðra spila það sem þeir vilja meina að sé sín staða. „Það er samkeppni í þessu. Fótboltinn er harður heimur og er ekki alltaf fallegur. Maður þarf stundum að hugsa um sjálfan sig, en í leiðinni er maður að vona að öllum gangi sem best,“ sagði Jón Daði sem hafði þó ekkert nema góða hluti hluti um Björn Bergmann að segja. „Mér fannst Björn Bergmann standa sig vel í erfiðum leik. Við vitum að Björn er góður leikmaður. Þetta er líka flottur gaur, mjög kurteis og fínn strákur. Ég vona samt að ég verði klár í næsta leik.“Alltaf að bæta sig Þegar Jón Daði er beðinn um að líta yfir þessi tvö ár í fljótu bragði er hann sáttur við það sem hann hefur gert. „Þetta er búinn að vera fullkominn ferill hingað til. Ég verð alltaf betri og betri finnst mér og er að taka réttu skrefin. Ég hef verið mjög heppinn með að lenda í réttu umhverfi, heppnin þarf líka að vera með manni í þessu. Mér finnst ég alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég bæti mig á hverju ári og sjálfstraustið er miklu meira en áður fyrr,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Sjá meira