Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skota kemur til greina Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2016 19:15 Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon. Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Viðræður eru hafnar milli stjórnvalda í Skotlandi og Lundúnum um hvernig Skotar geti haldið áfram aðild sinni að Evrópusambandinu eftir útgöngu Breta. Forsætisráðherra Skotlands segir málið flókið en ef ekki takist að semja um málið verði kannski að boða til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Sambandssinnar sigruðu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fyrir um tveimur árum. En Skotar eru almennt mjög hlynntir því að vera í Evrópusambandinu. Þeir fylgja Bretum því ekki með glöðu geði þaðan út. Enda segir Nicola Sturgeon forsætisráðherra Skotlands að nú sé verið að skoða allar leiðir til að verja hagsmuni og stöðu Skotlands. „Við viljum tryggja stöðu okkar í Evrópu. Jafnvel þótt íbúar annarra svæða Bretlands vilji yfirgefa ESB munum við á næstu mánuðum ræða kostina í stöðunni við ríkisstjórn Bretlands. Vonandi tekst okkur á þessum fordæmislausu tímum að finna lausn á því,“ segir Sturgeon. Hún hafi einnig nú þegar átt viðræður við forystumenn stofnana Evrópusambandsins og leiðtoga einstakra aðildarríkja. Í nánustu framtíð sé hins vegar forgangsmál að ná samkomulagi um framtíð Skota við stjórnvöld í Lundúnum. „Við viljum reyna að ná samkomulagi sem kemur til móts við sjónarmið stjórnvalda á Bretlandi um að yfirgefa ESB en koma einnig til móts við sjónarmið skoskra stjórnvalda um að vera áfram í ESB. Þetta verður ekki auðvelt en mikilvægt er að halda öllum valkostum opnum,“ segir forsætisráðherrann. Staðan sem nú sé uppi sé fordæmalaus í sögu stóra Bretlands. „Skotland á þess kost ef ekkert af þessu reynist mögulegt að skoða þann kost á ný að verða sjálfstætt ríki og tryggja stöðu sína í Evrópu með þeim hætti. Sá kostur er fyrir hendi en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Sturgeon. Hins vegar geti hagsmunir Skota skaðast mjög mikið með útgöngu úr Evrópusambandinu og þjóðin hafi sagt með skýrum hætti að hún vilji vera í sambandinu. „Sú óvissa sem bresk stjórnvöld hafa skapað, ekki aðeins með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu með niðurstöðu um að ganga úr ESB en gera það án nokkurrar áætlunar um hvað muni gerast. Að þremur mánuðum liðnum er engin skýr stefna um framhaldið. Ekki má vanmeta þá óvissu. Mitt hlutverk er að draga úr henni og einnig að reyna að finna bestu lausnina fyrir Skotland,“ segir Nicola Sturgeon.
Brexit Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira