Sigurður Ragnar Eyjólfsson er hættur störfum hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström.
Sigurður Ragnar fylgdi Rúnari Kristinssyni til Lilleström fyrir síðasta tímabil en sá síðarnefndi var látinn taka pokann sinn á dögunum.
„Ég átti fínan tíma hjá Lilleström. En ég tel rétt að stíga frá borði þar sem það er kominn nýr þjálfari,“ er haft eftir Sigurði Ragnari á heimasíðu Lilleström.
„Ég vil þakka öllum hjá félaginu fyrir samstarfið og vona að liðinu gangi vel í þeim mikilvægu leikjum sem framundan eru.“
Eftir tímabilið 2014, þar sem Sigurður Ragnar þjálfaði ÍBV í Pepsi-deild karla, bauðst honum starf hjá ástralska knattspyrnusambandinu. Hann valdi hins vegar að fara til Lilleström og vera aðstoðarþjálfari Rúnars.
Sigurður Ragnar þjálfaði áður kvennalandslið Íslands og kom því á tvö stórmót.
Lilleström situr í fimmtánda og næstneðsta sæti norsku deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið.
Sigurður Ragnar yfirgefur Lilleström
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti



„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti

„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn



Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn

Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
