Síðasti Holden bíll Ford framleiddur í Ástralíu Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2016 15:23 Síðasti Holden Falcon bíllinn kominn af færibandinu. Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon. Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent
Mikil tímamót urðu í ástralskri bílaframleiðslu í dag þegar síðasti Holden bíllinn rann af færibandinu þar í landi og endar með því 91 árs bílaframleiðsla Ford í landinu, en Ford á Holden. Þessi bíll var 4.356.628 Holden bíllinn sem smíðaður var í Broadmeadows verksmiðju Holden sem opnaði árið 1959 og hefur því starfað óslitið í 57 ár. Aðallega hafa verið smíðaðar þar margar kynslóðir Holden Falcon bíla og því átti það vel við að síðasti bíllinn var einmitt af þeirri gerð. Segja má að endalok smíðinnar í Ástralíu sé vegna “World car”-stefnu Ford en þar sem Ástralía er fremur smár bílamarkaður gat Ford ekki réttlætt kostnaðinn við smíði bíls sem á svo til ekkert sameiginlegt með öðrum Ford bílum um allan heim og er aðeins seldur á þröngum bílamarkaði í Ástralíu. Það verður Ford Mondeo, smíðaður á Spáni, sem kemur til með að leysa Holden Falcon bílinn af hólmi í Ástralíu, en Mondeo er aðeins minni bíll en Falcon.
Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent