Í umsögn dómnefndar segir: „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“
Geysir hlaut síðan sérstaka viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á árinu en hún er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.
Fjölmargir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna enda einskonar uppskeruhátíð hönnunargeirans hér á landi og Stefán Karlsson fór og smellti myndum fyrir Glamour.





