Á meðan Brasilía spilaði sambabolta þá náði Argentína aðeins jafntefli án Lionel Messi.
Neymar skoraði og fór blóðgaður af velli er Brasilía valtaði yfir Bólívíu. Philippe Coutinho, Filipe Luis, Gabriel Jesus og Roberto Firmino skoruðu einnig fyrir Brasilíu í leiknum.
Argentína hélt að liðið væri komið með þrjú stig gegn Perú er Gonzalo Higuain kom þeim í 1-2 þrettán mínútum fyrir leikslok. Argengínumenn skoruðu aftur á móti sjálfsmark sex mínútum fyrir leikslok og urðu að sætta sig við eitt stig. Lionel Messi gat ekki spilað með Argentínu vegna meiðsla.
Argentína er ekki í HM-sæti í Suður-Ameríkuriðlinum eins og staðan er í dag. Liðið er í fimmta sæti en fjögur lið fara beint á HM. Argentína er með 16 stig rétt eins og Kólumbía og Ekvador sem eru með betra markahlutfall.
Úrúgvæ er efst með 19 stig en Brasilía er í öðru sæti með 18.
Úrslit:
Úrúgvæ-Venesúela 3-0
Paragvæ-Kólumbía 0-1
Brasilía-Bólívía 5-0
Perú-Argentína 2-2
Brassarnir í stuði en Argentína gerði jafntefli
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið







Gæti fengið átta milljarða króna
Formúla 1

Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið
Íslenski boltinn

Yamal tekur óhræddur við tíunni
Fótbolti
