Ari Freyr: Við hættum aldrei Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 6. október 2016 22:08 Ari Freyr segir að íslenska landsliðið hætti aldrei. vísir/anton „Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira
„Mér fannst þetta verðskuldaður sigur,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 3-2 sigur Íslands á Finnlandi í undankeppni Heimsmeistarakeppninnar í Rússlandi 2018 í kvöld. „Þeir eiga ekki mikið en skora tvö mörk. Við vorum heldur ekkert að brillera. Þetta var stöngin út hjá sumum en svo náðum við að klóra í bakkann og skora tvö mörk á síðustu mínútunum sem var æðislegt. „Þetta sýnir hvernig karakterar við erum og hvernig við erum sem lið. Við gefumst aldrei upp, berjumst fyrir hvern annan og hættum aldrei fyrr en það er búið að flauta leikinn af,“ sagði Ari Freyr. Ari Freyr segir sigurinn hafa verið sanngjarnan þó Finnland hafi átt sín augnablik í leiknum eins og í öðru markinu sem liðið skoraði. „Við náðum að blokka skotið, svo fellur þetta fyrir hann aftur og það er ómögulegt fyrir Ömma [Ögmund Kristinsson] að sjá skotið. Ef við lítum heilt yfir þetta þá stjórnum við leiknum frá fyrstu mínútu. „Auðvitað áttu þeir sína kafla. Þeir spila með þrjá miðverði og það er erfitt að setja pressu á þá. Þeir leysa þetta mjög vel á köflum og voru duglegir að finna framherjana sína. „Það má hrósa þeim fyrir að þeir voru duglegir að hlaupa og náðu að opna okkur inn á milli. Ég er mjög ánægður með stigin þrjú og fannst þetta verðskuldað,“ sagði Ari Freyr. Í fyrra markinu myndaðist mikið pláss úti vinstra megin þar sem Ari Freyr var að verjast. „Það myndast alltaf pláss gegn þessu leikkerfi. Þegar miðjumaðurinn hleypur á milli mín og Ragga (Ragnars Sigurðssonar) þá þarf maður að bíða þar til maður getur farið út. Hann fær að setja fyrirgjöfina einfalda en svona er fótbolti. „Við getum viðurkennt að þetta var ekki okkar besti leikur en við endum á að klóra í bakkann og héldum áfram. Þeir voru farnir að tefja frekar snemma. Við náðum að halda áfram eftir að við jöfnum,“ sagði Ari Freyr.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira