Hans Backe þjálfari finnska karlalandsliðsins í knattspyrnu var vægast sagt ósáttur við dómgæsluna í þriðja marki Íslands á Laugardalsvelli í kvöld en Alfreð Finnbogason tryggði Íslendingum þrjú stig gegn Finnum í kvöld í uppbótartíma.
Á blaðamannafundi eftir leikinn í kvöld sagði Backe aðspurður hvort sigurmark Íslands hefði verið ólöglegt:
„Já, engin spurning. Í fyrsta lagi var þetta rangstaða, svo hendi, í þriðja skipti er hann með boltann í lúkunum. Hvernig getur dómari dæmt mark þegar boltinn fór ekki yfir línuna? Þetta er hneyksli.“
Markið umdeilda má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ítarlega umfjöllun Vísis um leik Íslendinga og Finna í kvöld má finna hér en þetta var fyrsti heimaleikur Íslands eftir að Lars Lagerbäck hætti í sumar.
Þjálfari Finna um sigurmark Íslendinga: „Þetta er hneyksli“
Tengdar fréttir

Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum
Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum