Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur 6. október 2016 20:54 Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018. Teemu Pukki kom Finnum yfir á 21. mínútu, en Kári Árnason jafnaði metin með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu. Staðan var þó ekki lengi jöfn því einungis tveimur mínútum síðar komust Finnarnir aftur yfir með marki Robin Lod. Lokamínúturnar voru rosalegar. Alfreð jafnaði metin í uppbótartíma og Ragnar Sigurðsson tryggði svo sigurinn í blálokin. Lokatölur 3-2. Gylfi Sigurðsson var valinn maður leiksins að mati Vísis og Fréttablaðsins, en einkunnagjöfina má sjá hér að neðan.Einkunnir Íslands gegn Finnlandi:Ögmundur Kristinsson, markvörður 5 Gat lítið gert í mörkunum en ver því miður sjaldan neitt aukalega þegar hann fær tækifærið líkt og í kvöld.Vörnin sem fyrr óörugg með hann í markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 4 Vissi ekki alveg hvað hann átti að gera án þess að vera með mann á sér. Gleymdi sér að horfa á boltann í fyrra markinu og gerði afskaplega lítið fyrir sóknarleikinn.Kári Árnason, miðvörður 7 Hefur spilað betur og vantaði meiri árásargirni á boltann eins og í marki númer tvö. Skoraði fyrsta markið, fiskaði vítið og lagði upp sigurmarkið. Þvílík ógn í sóknarleik okkar.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Eins og Kári ólíkur sjálfum sér í fyrri hálfleik en betri í þeim síðari þó lítið hafi verið að gera hjá varnarlínunni. Leysti það sem kom vel og átti stóran þátt í sigurmarkinu, skoraði það jafnvel en það á eftir að koma í ljós.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 5 Í svona leik þarf Ari Freyr að skila miklu betra framlagi fyrir sóknarleikinn en það vantaði. Þessi annars frábæri spyrnumaður átti marga slaka krossa í dag.Jóhann Berg Guðmundsson, vinstri kantmaður 6 Var mjög sprækur í fyrri hálfleik, alltaf tilbúinn að búa eitthvað til og taka hlaup. Sterkur líka í loftinu. Hélt því áfram í seinni en vantaði upp á síðustu sendingu.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Barðist eins og ljón að vanda en sendingarnar í fyrri hálfleik ekki alveg nógu góðar. Það skánaði í síðari hálfleik þar sem hann fór að dreifa spilinu betur gegn afturliggjandi Finnum.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður 7 Besti maður vallarins eins og svo oft áður. Aðeins of margar hælspyrnur í fyrri hálfleik en gæðin óumdeild. Vítaspyrna í slána og skot í stöngina. Menn verða ekki mikið óheppnari en það. Lagði upp seinna jöfnunarmarkið með frábærri sendingu.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Stundum á þessi frábæri leikmaður það til að hverfa algjörlega í leikjum. Hann hjálpaði Birki Má lítið í varnarleiknum í fyrri hálfleik og bauð upp á lítið í sókninni.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji 4 Fínasta tilraun hjá Heimi með Björn Bergmann en þrátt fyrir fína byrjun týndist Skagamaðurinn algjörlega. Nýtti líkamlegan styrk sinn illa og virtist ekki ráða við verkefnið.Alfreð Finnbogason, framherji 6 Tengdi sóknarleikinn ekki nógu vel við miðjuna og átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér einhver þangað til í lokin. Þá sáum við markaskorarann í essinu sínu skoraði jöfnunarmarkið og var í eldlínunni undir lokin.Varamenn:Viðar Örn Kartansson - (Kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 75. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.Theodór Elmar Bjarnason- (Kom inn á Birki Má Sævarsson á 89. mínútu) Spilaði ekki nógu mikið til þess að fá einkunn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum 6. október 2016 20:45