Með landsmönnum í hálfa öld 6. október 2016 16:00 ,,Eflaust halda margir að Thule auglýsingarnar hafi fyrst farið að vekja athygli á síðasta áratug tuttugustu aldar en svo var nú alls ekki," segir Hilmar Geirsson, vörumerkjastjóri Thule. MYND/GVA Víking Ölgerð kynnir: Vörumerkið Thule fagnar 50 ára afmæli í ár. Saga þess er nokkuð skemmtileg og áhugaverð og fléttast rækilega saman við stutta léttöls- og bjórsögu íslensku þjóðarinnar. Rekja má upphaf Thule til Siglufjarðar en þar bjó Aage R. Schiöth, dugnaðarforkur og athafnamaður, sem ber titilinn guðfaðir Thule að sögn Hilmars Geirssonar, vörumerkjastjóra Thule hjá Vífilfelli. „Aage R. Schiöth var ekki aðeins lyfsali í bænum heldur einnig bæjarfulltrúi, stórsöngvari og útgerðarmaður. Árið 1939 stofnaði hann Efnagerð Siglufjarðar sem starfrækt var öll stríðsárin í bænum.“ Árið 1945 flutti efnagerðin til Akureyrar, skipti um nafn og varð Efnagerð Akureyrar. „Þrátt fyrir að hafa framleitt margar ólíkar vörutegundir var hún þekktust fyrir gosdrykkina, t.d. sódavatn, kjarnadrykk með sítrónu og hið margrómaða Valash.“Framleiðsla á Thule léttöli hófst á Akureyri fyrir 50 árum tóku landsmenn vel í framleiðsluna.Svo ljúflega runnu gosdrykkirnir ofan í norðanmenn að þegar eigendaskipti urðu árið 1958 ákváðu nýju eigendurnir að einbeita sér nær alfarið að framleiðslu gosdrykkjanna. „Þar átti Valash-ið sinn fasta aðdáendahóp en svo voru sumir Norðlendingar enn hrifnari af drykkjum eins og Cream Soda, Orange-ade, Ginger Ale og Abríco. Útlitið var bjart og 1962 var ráðist í byggingu nýrrar verksmiðju og enn var skipt um nafn; Efnagerð Akureyrar varð nú Sana.“Sögulegar auglýsingar Árið 1966 var ákveðið að breikka úrvalið og bæta við „fljótandi fæði“ fyrir fullorðna að sögn Hilmars. „Ráðist var í að kaupa ný og vönduð tæki til ölgerðar og eftir nokkrar tilraunir og ótal bragðprófanir var ákveðið að nota formúlu frá ölgerð Alfreds Jörgensens í Danmörku sem eignaðist hlut í félaginu. Stuttu síðar leit fyrsta Thule flaskan dagsins ljós sem var að sjálfsögðu léttöl því þarna var enn langt í að bjór yrði leyfður á Íslandi.“ Landsmenn tóku Thule léttölinu fagnandi og skyndilega varð Sana, sem fram að því hafði verið lítt þekkt sunnan heiða, landsfrægt. Þar áttu líka skemmtilegar sjónvarpsauglýsingar stóran þátt. „Eflaust halda margir að Thule auglýsingarnar hafi fyrst farið að vekja athygli á síðasta áratug tuttugustu aldar en svo var nú alls ekki. Frá upphafi hafa Thule auglýsingar vakið mikið umtal, þótt fyndnar og skemmtilegar en kannski stundum alveg á mörkunum, sem er náttúrulega fyndið í sjálfu sér.“Landsmenn tóku Thule léttölinu fagnandi og skyndilega varð Sana landsfrægt.Það tók nokkur ár að finna þessa hárfínu línu og árið 1969 fóru menn t.d. hressilega yfir strikið að mati yfirvalda. „Þá birtist á skjánum vígalegur og fúlskeggjaður kúreki sem leiddur er til aftöku. Hans hinsta ósk er einföld: „Einn ískaldan Thule, takk,“ sem hann teygar síðan af áfergju með snöruna um hálsinn. Auglýsingin olli talsverðu uppnámi meðal margra landsmanna og þótti smekkleysan algjör. Eftir fáeinar sýningar í sjónvarpi var auglýsingin bönnuð. En tilganginum var náð. Nú vissi hvert mannsbarn á landinu af tilvist Thule léttölsins.“ Mörgum árum síðar, eða 1998, lenti Thule bjórinn í 3. sæti í smökkunarkeppni hjá Samtökum danskra bjórnautnamanna og fékk verðlaunapening um fagurgrænan flöskuháls sinn. „Þessi árangur hefur verið miskunnarlaust nýttur í skemmtilegar auglýsingaherferðir sem flestir landsmenn kannast við.“Árið 1966 var ákveðið að breikka úrvalið og bæta við „fljótandi fæði“ fyrir fullorðna.Bjór fyrir suma Sana bruggaði líka sterkan bjór á sama tíma en þó aðallega fyrir sendiráðin, hermenn á Keflavíkurflugvelli og áhafnir farskipa og flugvéla. Bjórinn var auk þess fluttur út í miklum mæli til Færeyinga. „Menn dreymdi hins vegar um stærri markað og í kringum 1970 var rætt í fúlustu alvöru um mikinn útflutning á Thule bjór til Bandaríkjanna og Bretlands. Ekkert varð hins vegar úr þeim áformum og þess í stað var tekin u-beygja því árið 1972 hætti Sana að brugga sterkan bjór í bili.“ Árin liðu og loks var sala á bjór leyfð hér á landi. Árið 1991 réðst til starfa hjá félaginu Baldur Kárason sem trúlega var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka háskólaprófi sem bruggmeistari. „Hann útskrifaðist frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg í Skotlandi en þangað sækja flestir ölgerðarmeistarar bresku brugghúsanna menntun sína til. Árið 1993 sá svo Baldur til þess að Thule léttöl og Thule bjór væru vakin upp eftir langan blund; snyrt aðeins og snurfusuð og send út á markaðinn.“ Í tilefni af þessum merkilega áfanga, að 50 ár eru síðan að framleiðsla á Thule hófst, mun Vífilfell ölgerð framleiða takmarkað upplag af sérstökum afmælisbjór undir nafninu Thule Svartbjór, sem verður fáanlegur í október. „Svartbjórinn er óður til hins þýska „schwarzbier“ en dökkur liturinn segir þó ekki alla söguna því hann er töluvert léttari en liturinn gefur til kynna. Til þess að undirstrika þýskan blæ Svartbjórsins verður hann fáanlegur á sama tíma og Októberfest-hátíðin fer fram í Þýskalandi.“ Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Víking Ölgerð kynnir: Vörumerkið Thule fagnar 50 ára afmæli í ár. Saga þess er nokkuð skemmtileg og áhugaverð og fléttast rækilega saman við stutta léttöls- og bjórsögu íslensku þjóðarinnar. Rekja má upphaf Thule til Siglufjarðar en þar bjó Aage R. Schiöth, dugnaðarforkur og athafnamaður, sem ber titilinn guðfaðir Thule að sögn Hilmars Geirssonar, vörumerkjastjóra Thule hjá Vífilfelli. „Aage R. Schiöth var ekki aðeins lyfsali í bænum heldur einnig bæjarfulltrúi, stórsöngvari og útgerðarmaður. Árið 1939 stofnaði hann Efnagerð Siglufjarðar sem starfrækt var öll stríðsárin í bænum.“ Árið 1945 flutti efnagerðin til Akureyrar, skipti um nafn og varð Efnagerð Akureyrar. „Þrátt fyrir að hafa framleitt margar ólíkar vörutegundir var hún þekktust fyrir gosdrykkina, t.d. sódavatn, kjarnadrykk með sítrónu og hið margrómaða Valash.“Framleiðsla á Thule léttöli hófst á Akureyri fyrir 50 árum tóku landsmenn vel í framleiðsluna.Svo ljúflega runnu gosdrykkirnir ofan í norðanmenn að þegar eigendaskipti urðu árið 1958 ákváðu nýju eigendurnir að einbeita sér nær alfarið að framleiðslu gosdrykkjanna. „Þar átti Valash-ið sinn fasta aðdáendahóp en svo voru sumir Norðlendingar enn hrifnari af drykkjum eins og Cream Soda, Orange-ade, Ginger Ale og Abríco. Útlitið var bjart og 1962 var ráðist í byggingu nýrrar verksmiðju og enn var skipt um nafn; Efnagerð Akureyrar varð nú Sana.“Sögulegar auglýsingar Árið 1966 var ákveðið að breikka úrvalið og bæta við „fljótandi fæði“ fyrir fullorðna að sögn Hilmars. „Ráðist var í að kaupa ný og vönduð tæki til ölgerðar og eftir nokkrar tilraunir og ótal bragðprófanir var ákveðið að nota formúlu frá ölgerð Alfreds Jörgensens í Danmörku sem eignaðist hlut í félaginu. Stuttu síðar leit fyrsta Thule flaskan dagsins ljós sem var að sjálfsögðu léttöl því þarna var enn langt í að bjór yrði leyfður á Íslandi.“ Landsmenn tóku Thule léttölinu fagnandi og skyndilega varð Sana, sem fram að því hafði verið lítt þekkt sunnan heiða, landsfrægt. Þar áttu líka skemmtilegar sjónvarpsauglýsingar stóran þátt. „Eflaust halda margir að Thule auglýsingarnar hafi fyrst farið að vekja athygli á síðasta áratug tuttugustu aldar en svo var nú alls ekki. Frá upphafi hafa Thule auglýsingar vakið mikið umtal, þótt fyndnar og skemmtilegar en kannski stundum alveg á mörkunum, sem er náttúrulega fyndið í sjálfu sér.“Landsmenn tóku Thule léttölinu fagnandi og skyndilega varð Sana landsfrægt.Það tók nokkur ár að finna þessa hárfínu línu og árið 1969 fóru menn t.d. hressilega yfir strikið að mati yfirvalda. „Þá birtist á skjánum vígalegur og fúlskeggjaður kúreki sem leiddur er til aftöku. Hans hinsta ósk er einföld: „Einn ískaldan Thule, takk,“ sem hann teygar síðan af áfergju með snöruna um hálsinn. Auglýsingin olli talsverðu uppnámi meðal margra landsmanna og þótti smekkleysan algjör. Eftir fáeinar sýningar í sjónvarpi var auglýsingin bönnuð. En tilganginum var náð. Nú vissi hvert mannsbarn á landinu af tilvist Thule léttölsins.“ Mörgum árum síðar, eða 1998, lenti Thule bjórinn í 3. sæti í smökkunarkeppni hjá Samtökum danskra bjórnautnamanna og fékk verðlaunapening um fagurgrænan flöskuháls sinn. „Þessi árangur hefur verið miskunnarlaust nýttur í skemmtilegar auglýsingaherferðir sem flestir landsmenn kannast við.“Árið 1966 var ákveðið að breikka úrvalið og bæta við „fljótandi fæði“ fyrir fullorðna.Bjór fyrir suma Sana bruggaði líka sterkan bjór á sama tíma en þó aðallega fyrir sendiráðin, hermenn á Keflavíkurflugvelli og áhafnir farskipa og flugvéla. Bjórinn var auk þess fluttur út í miklum mæli til Færeyinga. „Menn dreymdi hins vegar um stærri markað og í kringum 1970 var rætt í fúlustu alvöru um mikinn útflutning á Thule bjór til Bandaríkjanna og Bretlands. Ekkert varð hins vegar úr þeim áformum og þess í stað var tekin u-beygja því árið 1972 hætti Sana að brugga sterkan bjór í bili.“ Árin liðu og loks var sala á bjór leyfð hér á landi. Árið 1991 réðst til starfa hjá félaginu Baldur Kárason sem trúlega var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka háskólaprófi sem bruggmeistari. „Hann útskrifaðist frá Heriot-Watt háskólanum í Edinborg í Skotlandi en þangað sækja flestir ölgerðarmeistarar bresku brugghúsanna menntun sína til. Árið 1993 sá svo Baldur til þess að Thule léttöl og Thule bjór væru vakin upp eftir langan blund; snyrt aðeins og snurfusuð og send út á markaðinn.“ Í tilefni af þessum merkilega áfanga, að 50 ár eru síðan að framleiðsla á Thule hófst, mun Vífilfell ölgerð framleiða takmarkað upplag af sérstökum afmælisbjór undir nafninu Thule Svartbjór, sem verður fáanlegur í október. „Svartbjórinn er óður til hins þýska „schwarzbier“ en dökkur liturinn segir þó ekki alla söguna því hann er töluvert léttari en liturinn gefur til kynna. Til þess að undirstrika þýskan blæ Svartbjórsins verður hann fáanlegur á sama tíma og Októberfest-hátíðin fer fram í Þýskalandi.“
Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira