Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2016 07:00 Fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnun 365 Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira
Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Sjá meira