Glamour

Natalie Portman sem Jacqueline Kennedy

Ritstjórn skrifar
Skjáskot/Glamour
Leikkonan Natalie Portman þykir eiga stórleik í hlutverki fyrrum forsetafrúarinnar Jacqueline Kennedy, í kvikmyndinni Jackie. 

Myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í lok september og var strax farið að tala um að Portman eigi Óskarstilnefninguna vísa fyrir aðalhlutverkið. Kvikmyndinni er leikstýrt af Pablo Larraín og er byggð á ævi forsetafrúarinnar frægu, frá dauðadags Jack F. Kennedy og hvað gerðist eftir þann hræðilega atburð í hennar lífi. 

Ef marka má þessa stiklu sem var að koma þá er margt að hlakka til enda virðist mikið vera lagt upp úr bæði búningum, tónlist og sminki. 






×