Heimir: Vanvirðing að tala um skyldusigur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. október 2016 14:01 Aron Einar og Heimir á fundinum í dag. vísir/vilhelm Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Ísland mætir Finnlandi og Tyrklandi í næstu tveimur leikjum liðsins í undankeppni HM 2018 í fótbolta. Fyrst eru það Finnar á morgun og svo Tyrkland á sunnudaginn en öll liðin í riðlinum eru með eitt stig eftir einn leik. Ísland er í 27. sæti heimslistans, fimm sætum fyrir neðan Tyrkland en Finnland er langt fyrir neðan bæði lið í 84. sæti listans. Því má búast við mismunandi leikjum ef miða á út frá styrkleika liðanna. Ragnar Sigurðsson, miðvörður Íslands og besti leikmaður liðsins á EM, sagði í viðtali við Vísi á æfingu íslenska liðsins í Egilshöll á mánudagskvöldið að hann lítur á alla heimaleiki sem skyldusigur. Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort heimaleikir væru skyldusigur vegna þess einfaldlega hversu gott íslenska liðið er og heimavöllurinn sterkur sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson:Viljum auðvitað vinna „Þetta verða tveir mismunandi leikir. Þetta verða tveir erfiðir leikir. Finnarnir eru meðvitaðir um gleðina í kringum íslenska landsliðið og vilja skemma þetta allt saman. Það er alveg klárt. Ef við værum í sömu stöðu myndum við klárlega gera það,“ sagði Aron Einar. „Fólk talar um skyldusigur en þetta verður virkilega erfiður leikur og Finnarnir munu gera okkur lífið leitt. Ég veit það. Þeir koma til með að berjast fyrir öllu.“ „Við viljum halda áfram að bæta okkur á heimavelli og halda þessari sigurgöngu áfram. Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi verðum við það áfram. Við setjum okkur þau markmið að gera það,“ sagði Aron Einar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er vægast sagt ekki hrifinn af orðinu skyldusigur. „Ef ég má bæta við þá er ákveðin vanvirðing að segja að eitthvað sé skylda,“ sagði Heimir er hann greip orðið af fyrirliðanum. „Það er ákveðin vanvirðing gagnvart andstæðingnum að segja að það sé skylda að vinna og því viljum við ekki taka þátt í.“ „Við virðum andstæðingana okkar mikið. Við erum ekki að tala um þetta sem einhvern skyldusigur. Allir leikir í þessum riðli verða erfiðir og við verðum þakklátir fyrir hvert stig sem við fáum. Auðvitað viljum við samt vinna og það höfum við oft sagt,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00 Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30 Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17 Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37
Þetta er besti völlurinn Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar. 5. október 2016 06:00
Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. 5. október 2016 08:30
Svona var blaðamannafundur KSÍ | Myndband Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ. 5. október 2016 12:17
Heimir svarar fyrir gagnrýni að velja Björn í hópinn: „Skil ekki ef þetta eru röng skilaboð“ Björn Bergmann Sigurðarson vildi ekki spila fyrir íslenska landsliðið í mörg ár en er nú kominn í hópinn. 5. október 2016 13:38