Framsóknarflokkurinn ætlar ekki að bregðast við ásökunum um meint svindl Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 11:25 Málið verður ekki skoðað nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. vísir/ernir Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Ekki verður brugðist við ásökunum um meint svindl í formannskjöri Framsóknarflokksins um liðna helgi nema formleg beiðni eða kæra berist, að sögn Einars Gunnars Einarssonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík, hefur fullyrt að svindlað hafi verið í formannskosningunni. Fulltrúar úr Reykjavík hafi ekki verið með kosningarétt, þrátt fyrir að hafa verið skráðir sem slíkir.Einar Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hvetur formann Framsóknarfélagsins að leggja fram beiðni.Einar Gunnar segist í samtali við Vísi ekki hafa fengið neina beiðni á borð til sín. Þá veit hann ekki hvort fótur sé fyrir ásökununum. „Það er langbest fyrir Svein að koma bara hingað til okkar á skrifstofuna og fara yfir þessi atriði sem hann telur þurfa að fara yfir. Það þarf að fá nákvæmlega hvaða nöfn það eru sem um ræðir og þá er hægt að fara yfir það,“ segir Einar. Meint svindl var rætt á framkvæmdastjórnarfundi flokksins í gær, að sögn Einars. Hann vill hins vegar ekki gefa upp hvað nákvæmlega var rætt. „Það er auðvitað bara eðlilegt að það fari fram umræða á milli fólks í flokknum.“ Sveinn Hjörtur sagðist í samtali við Vísi í gær ekki ætla að kæra kosninguna, en að hann vilji fá afsökunarbeiðni frá flokknum. Ekki náðist í Svein við vinnslu fréttarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagðist aðspurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun ekki vilja ganga svo langt að segja að svindlað hafi verið í kosningunni. Hins vegar hafi hann séð heilu rúturnar koma að Háskólabíói, þar sem flokksþingið var haldið, og fjölda fólks sem hann hafi aldrei séð áður. „Til dæmis var furðu mörgu fólki vísað frá, fékk ekki að kjósa, jafnvel fólk sem búið var að innrita sig á þingið. Ég hef ekki alveg áttað mig á því, né aðrir, á hvaða forsendum það var gert,“ sagði Sigmundur Davíð. „Það voru ýmsir leikir leiknir á þessu þingi og í aðdraganda þess, ekki allir fallegir. Ég ætla ekki að fullyrða um það að menn hafi beinlínis svindlað í kosningum,“ sagði Sigmundur.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00