Aron Einar: Er víkingaklappið ekki orðið svolítið þreytt? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2016 08:30 Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira
Ef Ísland vinnur Finnland á Laugardalsvelli á morgun verða að teljast litlar líkur á því að landsliðsfyrirliðinn, Aron Einar Gunnarsson, muni leiða víkingaklapp eins og hann gerði á EM. „Er klappið ekki orðið svolítið þreytt?“ segir fyrirliðinn aðspurður um hvort að klappið yrði tekið í Dalnum. „Það hefði verið sterkur leikur að gera það fyrir framan enga áhorfendur í Úkraínu ef við hefðum unnið þann leik. Það hefði verið góð kynding,“ sagði Aron léttur. Strákarnir æfðu í rokinu á Laugardalsvelli í gær en á mánudag flúðu þeir inn í Egilshöll vegna veðurofsans. „Það er gott að vera kominn heim. Þetta verða tveir erfiðir og mismunandi leikir,“ segir Aron Einar sem mætir tæpur í landsleik eins og svo oft áður. „Ég er búinn að vera tæpur í svona fjögur ár. Ég tognaði aðeins í kálfanum fyrir hálfum mánuði og átti að vera frá í tvær vikur. Ég hefði getað spilað ef það væri leikur með Cardiff á morgun. Ég fékk að koma en var beðinn um að vera skynsamur. Þú þekkir mig. Ég verð með. Ég kem mér alltaf áfram á hausnum en það verður engin áhætta tekin.“ Aron tók því rólega á æfingu í gær en stefnir á að taka fullan þátt í dag. Hann segist ekkert finna fyrir meiðslunum. Strákarnir mæta í leikinn gegn Finnum á morgun og það er gerð sú krafa til liðsins að það vinni leikinn. „Við vitum það og gerum okkur grein fyrir þessari pressu. Við sýndum gegn Úkraínu að það var engin EM-þynnka í okkur,“ segir fyrirliðinn en hann ætlar sér að fá sex punkta úr leikjunum gegn Finnum og Tyrkjum. „Þetta eru tveir heimaleikir og það er mikilvægt að halda góðum dampi á heimavelli. Við setjum þá pressu á okkur að taka sex punkta í þessum leikjum.“ Sjá má viðtalið við Aron Einar í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37 Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira
Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. 4. október 2016 11:37