Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2016 07:00 Árni Páll Árnason vísir/pjetur Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar. „Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma,“ segir Árni Páll Árnason. „Stjórnin stendur frammi fyrir því sama og síðasta ríkisstjórn, að klára verður þau mál sem sátt er um en sleppa öðru.“ Eitt hlutverka ÖSE er að hafa eftirlit með kosningum. Hingað til hefur eftirlitið á Íslandi verið smátt í sniðum. Þingmaðurinn segir að það skekki samkeppnina í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína til að heyja kosningabaráttu á meðan minnihlutinn er staddur á þinginu. „Stjórnarflokkar sem halda þinginu áfram þrátt fyrir að starfsáætlun sé búin, hirða ekki um að sinna lagaskyldum um að vera sjálfir í þinginu, til þess eins að hafa áhrif á möguleika stjórnarandstöðu til að fara í kosningabaráttu, þeir eru ekki að uppfylla lýðræðislegar grundvallarreglur,“ segir Árni Páll. „Ef menn sjá ekki hvers konar rugl er hér í gangi þá blasir það við að við verðum að biðja ÖSE um að senda hingað kosningaeftirlit sambærilegt því sem þekkist í löndum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við.“ Þingfundi var frestað ítrekað í gær þar til honum var að lokum slitið klukkan 18. Aðeins dagskrárliðurinn störf þingsins var tekinn til umræðu. Fundur hefur verið boðaður klukkan 10.30 í dag en dagskrá hans er sú sama og á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar. „Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma,“ segir Árni Páll Árnason. „Stjórnin stendur frammi fyrir því sama og síðasta ríkisstjórn, að klára verður þau mál sem sátt er um en sleppa öðru.“ Eitt hlutverka ÖSE er að hafa eftirlit með kosningum. Hingað til hefur eftirlitið á Íslandi verið smátt í sniðum. Þingmaðurinn segir að það skekki samkeppnina í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína til að heyja kosningabaráttu á meðan minnihlutinn er staddur á þinginu. „Stjórnarflokkar sem halda þinginu áfram þrátt fyrir að starfsáætlun sé búin, hirða ekki um að sinna lagaskyldum um að vera sjálfir í þinginu, til þess eins að hafa áhrif á möguleika stjórnarandstöðu til að fara í kosningabaráttu, þeir eru ekki að uppfylla lýðræðislegar grundvallarreglur,“ segir Árni Páll. „Ef menn sjá ekki hvers konar rugl er hér í gangi þá blasir það við að við verðum að biðja ÖSE um að senda hingað kosningaeftirlit sambærilegt því sem þekkist í löndum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við.“ Þingfundi var frestað ítrekað í gær þar til honum var að lokum slitið klukkan 18. Aðeins dagskrárliðurinn störf þingsins var tekinn til umræðu. Fundur hefur verið boðaður klukkan 10.30 í dag en dagskrá hans er sú sama og á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40 Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40