#virðing Hallgerður Hallgrímsdóttir skrifar 4. september 2016 15:00 Hallgerður Hallgrímsdóttir Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. Ég skil ekki hvað það er sem konur eru að gera inni á klósetti allan þennan tíma og mig langar helst að yfirgefa veitingastaði ef ég fæ ekki matseðil innan fimm mínútna (ég er sérfræðingur í að þefa uppi matseðlageymslustaði). Ég er óþolinmóð gagnvart sjálfri mér og aðgerðalistinn fyrir daginn, vikuna, lífið, er einhvernveginn aldrei einu sinni nálægt því að vera raunhæfur. Ég er óþolinmóð gagnvart fólkinu í kring um mig, svo óþolinmóð reyndar að maðurinn minn stoppar stundum og horfir bara opinmynntur á mig. Þá finnst mér hann vera að refsa mér. Sem hann er ekki, hann er bara að vera hissa í nokkrar sekúndur.Hinn ljósa mannEn ég er líka óþolinmóð gagnvart samfélaginu. Ég nenni ekki að bíða lengur. Ég nenni ekki að bíða eftir því að konur, feitir, fatlaðir, transgender, nýir Íslendingar og allir hinir svokölluðu minnihlutahóparnir fái jafnmikið borgað og normin með typpin. Ég nenni ekki að bíða lengur eftir því að það verði alvöru fjölbreytni í hæstaréttardómurum. Ég nenni ekki að bíða eftir því að fólk hætti að skrifa mannsal og einmanna og kvenn. Það er bara eitt N! Vorum við ekki öll látin lesa Hið ljósa man í grunnskóla? Eða lásum við Hinn ljósa mann? Þó að ljósmóðir og skáld séu einu starfsheitin eftir sem ekki er búið að karlkynja skulum við ekki fara að endurskrifa nóbelskáldið. Ég skil alveg að mörgum finnist óttalegt röfl að tala um bleika og bláa galla, ráðfrúr og að það séu ekki „þeir í OMAM“. Þetta bara afhjúpar svo skýrt það sem undir liggur: Konur eru eru ekki ráðherrar og forsetar og alls ekki í hljómsveit. Þær eru aukaleikarar. Og fatlaðir og innflytjendur eða nýbúar, eða farandverkafólk eða hvað annað sem við viljum endilega flokka þetta fólk sem, er í besta falli ósýnilegt.Bleikt eða bláttMaðurinn minn segir að við séum nú loksins farin að tala um það sem skipti mestu máli í jafnréttisbaráttunni: ofbeldið. Ég held að það sé að vissu leyti rétt en vil spyrja hvort þetta séu ekki allt mismunandi hliðar á sama teningnum? Þegar allt kemur til alls snýst þetta um virðingu. Þú borgar manneskju sem þú virðir mannsæmandi (nú eða mansæmandi) laun og brýtur ekki á einhverjum sem þú berð virðingu fyrir, svona í flestum tilfellum. Ef samfélagið, og einstaklingarnir sem skapa það, bæru jafnmikla virðingu fyrir konum og körlum þá myndu bleikar og bláar rakvélar kosta það sama, hjartaáföll kvenna og túrverkir væru ekki undirrannsökuð efni, kynjahlutföllin í íslenskum fangelsum og nefndum væru jöfn, við gætum öll kært lærisstrokur í sundi og við þyrftum ekki kvennafrídag, eða kvennafrímánuð (12% launamunur, í alvöru?).Blær BlöndalVið erum kannski loksins að komast að einhverjum kjarna en bardagarnir fara fram á mörgum vígstöðvum samtímis. Og því sting ég hér með upp á næstu andþöggunarherferð: #freethepaycheck. Launaseðillinn okkar á ekki að vera sveipaður leyndardómsfullri hulu. Hvers vegna í ósköpunum ætti hann að vera eitthvað meira feimnismál en hvar við búum eða hvað við borðuðum í kvöldmatinn í gær? Hengjum launatölur og fríðindi starfsfólks upp í kaffistofunni í hverjum mánuði. Hættum að taka þátt í kúguninni. Peningar eru ekkert heilagir. En í þeim geta falist alls kyns skilaboð. Ein af þeim eru: Við berum virðingu fyrir því sem þú gerir, tíma þínum, menntun og metnaði. Jafnmikla virðingu og fyrir fólki af öðrum kynjum, kynþáttum og hneigðum. Ég er annars búin að gefa upp á bátinn að jafnrétti náist í minni lífstíð svo í staðinn bíð ég bara bilaðslega óþolinmóð eftir því að mannanafnalögunum verði breytt. Þá ætla ég að breyta nafninu mínu í Blær Blöndal og kaupa mér „strap-on“ svo dómarar og starfsmannastjórar framtíðarinnar þurfi ekki að láta kyn mitt vefjast fyrir sér.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr ágústblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn. Glamour pennar Mest lesið Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour
Ég er ótrúlega, mergjaðslega óþolinmóð. Ég dreg það í lengstu lög að taka bensín. Ég bursta aldrei bara tennurnar og í raun myndi ég helst vilja getað burstað á meðan ég tek bensín og bíð eftir brauðristinni. Ég skil ekki hvað það er sem konur eru að gera inni á klósetti allan þennan tíma og mig langar helst að yfirgefa veitingastaði ef ég fæ ekki matseðil innan fimm mínútna (ég er sérfræðingur í að þefa uppi matseðlageymslustaði). Ég er óþolinmóð gagnvart sjálfri mér og aðgerðalistinn fyrir daginn, vikuna, lífið, er einhvernveginn aldrei einu sinni nálægt því að vera raunhæfur. Ég er óþolinmóð gagnvart fólkinu í kring um mig, svo óþolinmóð reyndar að maðurinn minn stoppar stundum og horfir bara opinmynntur á mig. Þá finnst mér hann vera að refsa mér. Sem hann er ekki, hann er bara að vera hissa í nokkrar sekúndur.Hinn ljósa mannEn ég er líka óþolinmóð gagnvart samfélaginu. Ég nenni ekki að bíða lengur. Ég nenni ekki að bíða eftir því að konur, feitir, fatlaðir, transgender, nýir Íslendingar og allir hinir svokölluðu minnihlutahóparnir fái jafnmikið borgað og normin með typpin. Ég nenni ekki að bíða lengur eftir því að það verði alvöru fjölbreytni í hæstaréttardómurum. Ég nenni ekki að bíða eftir því að fólk hætti að skrifa mannsal og einmanna og kvenn. Það er bara eitt N! Vorum við ekki öll látin lesa Hið ljósa man í grunnskóla? Eða lásum við Hinn ljósa mann? Þó að ljósmóðir og skáld séu einu starfsheitin eftir sem ekki er búið að karlkynja skulum við ekki fara að endurskrifa nóbelskáldið. Ég skil alveg að mörgum finnist óttalegt röfl að tala um bleika og bláa galla, ráðfrúr og að það séu ekki „þeir í OMAM“. Þetta bara afhjúpar svo skýrt það sem undir liggur: Konur eru eru ekki ráðherrar og forsetar og alls ekki í hljómsveit. Þær eru aukaleikarar. Og fatlaðir og innflytjendur eða nýbúar, eða farandverkafólk eða hvað annað sem við viljum endilega flokka þetta fólk sem, er í besta falli ósýnilegt.Bleikt eða bláttMaðurinn minn segir að við séum nú loksins farin að tala um það sem skipti mestu máli í jafnréttisbaráttunni: ofbeldið. Ég held að það sé að vissu leyti rétt en vil spyrja hvort þetta séu ekki allt mismunandi hliðar á sama teningnum? Þegar allt kemur til alls snýst þetta um virðingu. Þú borgar manneskju sem þú virðir mannsæmandi (nú eða mansæmandi) laun og brýtur ekki á einhverjum sem þú berð virðingu fyrir, svona í flestum tilfellum. Ef samfélagið, og einstaklingarnir sem skapa það, bæru jafnmikla virðingu fyrir konum og körlum þá myndu bleikar og bláar rakvélar kosta það sama, hjartaáföll kvenna og túrverkir væru ekki undirrannsökuð efni, kynjahlutföllin í íslenskum fangelsum og nefndum væru jöfn, við gætum öll kært lærisstrokur í sundi og við þyrftum ekki kvennafrídag, eða kvennafrímánuð (12% launamunur, í alvöru?).Blær BlöndalVið erum kannski loksins að komast að einhverjum kjarna en bardagarnir fara fram á mörgum vígstöðvum samtímis. Og því sting ég hér með upp á næstu andþöggunarherferð: #freethepaycheck. Launaseðillinn okkar á ekki að vera sveipaður leyndardómsfullri hulu. Hvers vegna í ósköpunum ætti hann að vera eitthvað meira feimnismál en hvar við búum eða hvað við borðuðum í kvöldmatinn í gær? Hengjum launatölur og fríðindi starfsfólks upp í kaffistofunni í hverjum mánuði. Hættum að taka þátt í kúguninni. Peningar eru ekkert heilagir. En í þeim geta falist alls kyns skilaboð. Ein af þeim eru: Við berum virðingu fyrir því sem þú gerir, tíma þínum, menntun og metnaði. Jafnmikla virðingu og fyrir fólki af öðrum kynjum, kynþáttum og hneigðum. Ég er annars búin að gefa upp á bátinn að jafnrétti náist í minni lífstíð svo í staðinn bíð ég bara bilaðslega óþolinmóð eftir því að mannanafnalögunum verði breytt. Þá ætla ég að breyta nafninu mínu í Blær Blöndal og kaupa mér „strap-on“ svo dómarar og starfsmannastjórar framtíðarinnar þurfi ekki að láta kyn mitt vefjast fyrir sér.Hallgerður Hallgrímsdóttir er fastur pistlahöfundur í Glamour en þessi pistill er úr ágústblaðinu. Hún er verkefnastjóri og myndlistarmaður og hefur sýnt ljósmyndir sínar víða um heim. Hún býr og starfar í Reykjavík en flýr reglulega út á land eða úr landi, oftast með fleiri en eina myndavél um hálsinn.
Glamour pennar Mest lesið Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Burt með bjúg, þreytuleg augu og þurra húð Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Jennifer Lawrence var rokkaraleg í prinsessukjól frá Dior Glamour Þrjú dress á þriðjudegi Glamour