Ragnar: Lít á alla heimaleiki sem skyldusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 20:58 Ragnar kann vel við sig í London. vísir/eyþór Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34
Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39