Þróttarar byrjaðir að huga að næsta tímabili Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 16:26 Tonny Mawejje spilaði 13 deildarleiki í sumar. vísir/anton Þróttur, sem féll úr Pepsi-deild karla í sumar, hefur endurnýjað samninga við tvo lykilmenn, þá Odd Björnsson og Tonny Mawejje. Oddur, sem er 25 ára miðjumaður, sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu og lék því ekkert með Þrótti í sumar. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008 og hefur síðan þá leikið 123 leiki fyrir Þrótt og skorað 18 mörk. Tonny er 28 ára miðjumaður sem hefur spilað hér á landi undanfarin ár, fyrst með ÍBV, svo Val og loks með Þrótti. Tonny hefur leikið 130 leiki í efstu deild og skorað 11 mörk. Þá á hann yfir sextíu leiki að baki fyrir landslið Úganda. „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje,“ er haft eftir Gregg Ryder, þjálfara Þróttar, á heimasíðu félagsins. „Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum.“ Þróttur endaði í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í ár en tímabilið kláraðist á laugardaginn. Dr. Oddur og Tonny Mawejje semja við Þrótt „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje. Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. „Tony skaraði fram úr á síðari hluta tímabilsins og var meðal bestu leikmanna. Hann mun nú koma fyrr til okkar en vanalega og mætir til Íslands strax og sól hækkar á lofti í febrúar. Oddur er félaginu einnig gríðarlega mikilvægur, innan sem utan vallar. Hann meiddist snemma á undirbúningstímabilinu og spilaði því ekkert með Þrótti í sumar og var þar skarð fyrir skildi, enda Oddur árum saman verið fastamaður í byrjunarliði,“ bætir Gregg við. DR. ODDUR Í STÓRUM DRÁTTUM Miðjumaðurinn Oddur Björnsson lærir nú til læknis og er því jafnan kallaður „Dr. Oddur“ innan félagsins. Hann er 25 ára gamall og hefur alla sína tíð spilað með Þrótti. Hann á að baki 123 leiki og 18 mörk fyrir félagið. Oddur spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2008 þegar hann kom 17 ára gamall inn á í lokaleik mótsins gegn Grindavík. Sá sem vék fyrir Oddi á 87. mínútu var markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson. TONY MAWEJJE Í HNOTSKURN Miðjuspilarinn Tony Mawejje er 28 ára gamall Úgandamaður, sem hefur spilað hér á landi undanfarin sjö ár. Fyrst með ÍBV í fjögur ár, svo eitt tímabil hjá Val og hjá Þrótti síðan 2015. Tony á að baki 152 leiki og 12 mörk, ásamt því að hafa spilað 65 landsleiki fyrir Úganda og skorað 8 mörk í þeim. #lifi #hjartaðíreykjavik #kottarar #fotboltinet A photo posted by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on Oct 3, 2016 at 9:10am PDT Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Svona var lokaumferðin í Pepsi-deild karla Stjarnan og KR tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni en Fylkir féll eftir sextán ára veru í efstu deild. 1. október 2016 16:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 1. október 2016 17:15 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Þróttur, sem féll úr Pepsi-deild karla í sumar, hefur endurnýjað samninga við tvo lykilmenn, þá Odd Björnsson og Tonny Mawejje. Oddur, sem er 25 ára miðjumaður, sleit krossband í hné á undirbúningstímabilinu og lék því ekkert með Þrótti í sumar. Hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2008 og hefur síðan þá leikið 123 leiki fyrir Þrótt og skorað 18 mörk. Tonny er 28 ára miðjumaður sem hefur spilað hér á landi undanfarin ár, fyrst með ÍBV, svo Val og loks með Þrótti. Tonny hefur leikið 130 leiki í efstu deild og skorað 11 mörk. Þá á hann yfir sextíu leiki að baki fyrir landslið Úganda. „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje,“ er haft eftir Gregg Ryder, þjálfara Þróttar, á heimasíðu félagsins. „Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum.“ Þróttur endaði í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í ár en tímabilið kláraðist á laugardaginn. Dr. Oddur og Tonny Mawejje semja við Þrótt „Við hjá Þrótti höfum nú hafist handa við uppbyggingu nýs liðs fyrir baráttuna í Inkasso-ástríðunni á næsta tímabili. Fyrsta mál á dagskrá var að semja við tvo af flinkustu leikmönnum félagsins, en þar á ferð eru Oddur Björnsson og Tony Mawejje. Oddur og Tony eru fyrsta flokks miðjumenn og af nauðsynlegum gæðum til að ná toppárangri í Inkasso-deildinni á næsta tímabili. Nú byggjum við upp til framtíðar og hugum að grunnviðunum,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. „Tony skaraði fram úr á síðari hluta tímabilsins og var meðal bestu leikmanna. Hann mun nú koma fyrr til okkar en vanalega og mætir til Íslands strax og sól hækkar á lofti í febrúar. Oddur er félaginu einnig gríðarlega mikilvægur, innan sem utan vallar. Hann meiddist snemma á undirbúningstímabilinu og spilaði því ekkert með Þrótti í sumar og var þar skarð fyrir skildi, enda Oddur árum saman verið fastamaður í byrjunarliði,“ bætir Gregg við. DR. ODDUR Í STÓRUM DRÁTTUM Miðjumaðurinn Oddur Björnsson lærir nú til læknis og er því jafnan kallaður „Dr. Oddur“ innan félagsins. Hann er 25 ára gamall og hefur alla sína tíð spilað með Þrótti. Hann á að baki 123 leiki og 18 mörk fyrir félagið. Oddur spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki árið 2008 þegar hann kom 17 ára gamall inn á í lokaleik mótsins gegn Grindavík. Sá sem vék fyrir Oddi á 87. mínútu var markahrókurinn Hjörtur Júlíus Hjartarson. TONY MAWEJJE Í HNOTSKURN Miðjuspilarinn Tony Mawejje er 28 ára gamall Úgandamaður, sem hefur spilað hér á landi undanfarin sjö ár. Fyrst með ÍBV í fjögur ár, svo eitt tímabil hjá Val og hjá Þrótti síðan 2015. Tony á að baki 152 leiki og 12 mörk, ásamt því að hafa spilað 65 landsleiki fyrir Úganda og skorað 8 mörk í þeim. #lifi #hjartaðíreykjavik #kottarar #fotboltinet A photo posted by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) on Oct 3, 2016 at 9:10am PDT
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Svona var lokaumferðin í Pepsi-deild karla Stjarnan og KR tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni en Fylkir féll eftir sextán ára veru í efstu deild. 1. október 2016 16:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 1. október 2016 17:15 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Svona var lokaumferðin í Pepsi-deild karla Stjarnan og KR tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni en Fylkir féll eftir sextán ára veru í efstu deild. 1. október 2016 16:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - Víkingur 1-2 | Víkingar upp í sjöunda sætið Víkingur Reykjavík náði sjöunda sæti af Skagamönnum með 2-1 sigri á Þrótti Reykjavík í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag. 1. október 2016 17:15
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast