Píratar mælast með 21% fylgi sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu mælingu. Þá minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tvö prósentustig og mælist flokkurinn með 24% fylgi.
Ríflega 13% segjast myndu kjósa Viðreisn ef gengið væri til kosninga til Alþingis í dag. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn mælast báðir með 8%. Íslenska þjóðfylkingin mælist með 3%, Dögun með ríflega 1%. Þá mælast Flokkur fólksins og Alþýðufylkingin með tæplega 1%.
Tæplega 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa upp hvað þeir myndu kjósa og um 8% svarenda sögðust myndu skila auðu eða ekki kjósa.
Þá minnkar stuðningur við ríkisstjórnina um tvö prósentustig og mælist um 36%.
Könnunin var gerð dagana 16. til 29. september síðastliðinn. Heildarúrtakið var 3.035 og var svarhlutfallið 59,2%