Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 2. október 2016 21:31 Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Nordicphotos/AFP Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ungverjar kusu um það í dag hvort þjóðin skyldi veita fámennum hópi flóttamanna hæli í landinu. 98 prósent þeirra sem greiddu atkvæði í kosningunni vildu hafna því að hleypa flóttamönnum inn í landið. Ungverjaland hefur tekið harða afstöðu í innflytjendamálum og hefur hingað til ekki veitt einum einasta flóttamanni hæli. Ungverjar innleiddu lög í júlí á síðasta ári sem gerðu ólöglega inngöngu í landið refsiverða. Þeir hafa jafnframt gripið til þess ráðs að reisa 175 kílómetra girðingu við landamæri Ungverjalands og Serbíu til þess að koma í veg fyrir að flóttamenn ættu greiða leið inn í landið. Stefna Ungverja í innflytjendamálum hefur bakað þjóðinni miklar óvinsældir innan Evrópusambandsins. Jean Asselborn, utanríkisráðherra Lúxembúrgar lýsti því til að mynda yfir fyrir skömmu að hann vildi að Ungverjar myndu yfirgefa ESB vegna stefnu sinnar.Viktor Orban eyddi milljörðum í herferð gegn innflytjendumAtkvæðagreiðslan er hugarfóstur Viktors Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Aðdragandi hennar er sá að Evrópusambandið gerði Ungverjalandi, ásamt öðrum ríkjum ESB, skylt að veita tilteknum fjölda flóttamanna hæli í landinu, sem í daglegu tali eru kallaðir kvótaflóttamenn. Ungverjum var gert að taka á móti 1.294 kvótaflóttamönnum sem verður að teljast lítill fjöldi en íbúar í Ungverjalandi eru um 9,8 milljónir. Orbán tilkynnti í febrúar að þjóðin skyldi fá að greiða atkvæði um ákvörðunina. Orbán hefur ekki farið í felur með skoðanir sínar varðandi flóttamannamál en hann er mikill andstæðingur þess að veita flóttamönnum frá miðausturlöndum hæli í Evrópu. Ríkisstjórn Orbáns hefur alls eytt um 5,1 milljarði króna í „upplýsandi kosningaherferð“ sem átti að sannfæra þjóðina um að kjósa gegn kvótaflóttamönnunum. Á sunnudaginn var skrifaði Orbán pistil í dagblaðið Magyar Idok þar sem hann sagði að „stjórnlausir fólksflutningar í miklum mæli fælu í sér mikla ógn. Þeir leggðu hinn friðsæla og örugga evrópska lífsstíl í hættu.“Atkvæðagreiðslan mögulega ógild Þótt 98 prósent þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni hafi hafnað kvótaflóttamönnum er ekki enn komið í ljós hvort kosningin sé gild. Til þess að hún teljist gild þarf kjörsókn að vera 50 prósent en heimildir frá innanbúðum ríkisstjórnarinnar herma að kjörsóknin hafi líklegast ekki verið meiri en 45 prósent. Viktor Orbán hefur þó lýst því yfir að niðurstöðurnar séu „yfirþyrmandi“ og að augljóst væri að Evrópusambandið gæti ekki þvingað þjóðina til þess að taka á móti flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59 Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45 Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Ungverjar reisa girðingu á landamærum Undirbúningsvinna hófst við borgina Morahalom á landamærum Serbíu í morgun. 13. júlí 2015 12:59
Vill Ungverjaland úr Evrópusambandinu Forsætisráðherra Lúxemborgar segir meðferð Ungverja á flóttafólki verða sífellt verri. Ungverjar búa sig nú undir þjóðaratkvæðagreiðslu um stefnu stjórnarinnar. 14. september 2016 06:45
Ungversk lögregla beitir táragasi og vatnsþrýstidælum gegn flóttafólki Fleiri hundruð flóttamanna hafa reynt að komast í gegnum eða yfir girðinguna á landamærunum. 16. september 2015 14:13
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“