Sigmundur Davíð gekk út af flokksþinginu á meðan Sigurður Ingi var enn í pontu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 20:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vildi lítið tjá sig við fjölmiðla þegar hann yfirgaf flokksþing Framsóknarflokksins í dag eftir að hann tapaði fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni í formannskjörinu. Hann stóð upp og yfirgaf þingið á meðan Sigurður Ingi var enn í ræðustól og bað flokksmenn í salnum um að standa upp og takast í hendur. Ljóst var að Sigmundur Davíð var í töluverðu uppnámi yfir úrslitunum en fjölmiðlamenn eltu hann út úr aðalsal Háskólabíós og inntu hann eftir fyrstu viðbrögðum við niðurstöðu kjörsins. Sigmundur Davíð sagðist svekktur yfir úrslitunum og kvaðst ekki hafa búist við þessari niðurstöðu. Þá sagðist hann vonast til þess að flokkurinn yrði sameinaður en bætti við að hann hefði lýst því að það væri hlutverk formanns að vinna að slíku. Hann vildi síðan ekki segja af eða á varðandi það hvort hann hyggst sitja áfram í oddvitasæti flokksins í Norðausturkjördæmi. Rætt var við Sigurð Inga í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hann sagðist ekki kvíða því að vinna með öllum Framsóknarmönnum, burt séð frá því hvern fólk hafði stutt í formannskjörinu. Þá sagðist hann að sjálfsögðu munu reyna að virkja krafta Sigmundar Davíðs innan flokksins. „Eins og ég sagði í ræðu minni þá var Sigmundur svo sannarlega réttur maður á réttum tíma á réttum stað með hugmyndir sem að við höfum síðan verið að vinna úr á liðnum árum og við munum að sjálfsögðu nýta hans krafta sem og allra annarra í flokknum,“ sagði Sigurður Ingi.Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar Sigmundur Davíð yfirgaf flokksþingið í dag og frétt Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Gunnar Bragi segir að stjórnmálin yrðu litlausari án Sigmundar Davíðs Svarar því ekki hvort hann standi við bakið á nýkjörnum formanni. 2. október 2016 19:23
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26