Jón Björn Hákonarson hefur verið kjörinn ritari Framsóknarflokksins. Hann hlaut 84,7% greiddra atkvæða.
„Þessi flokkur á ekkert nema góð hundrað ár til viðbótar," sagði Jón Björn þegar hann ávarpaði þingið eftir að tilkynnt hafði verið um sigur hans.
Gunnar Bragi Sveinsson hafði auk Jóns Björns verið í framboði til ritara en hann dró framboð sitt til baka eftir að ljóst var að Sigurður Ingi Jóhannsson hlaut meirihluta atkvæða í kjöri til formanns flokksins.
Flokksþingi Framsóknarflokksins er nú lokið en Sigurður Ingi, nýkjörinn formaður flokksins, sleit þinginu nú rétt eftir klukkan hálf sex.
Jón Björn kjörinn ritari Framsóknarflokksins
