Atletico Madrid skaust upp í toppsæti spænsku deildarinnar í knattspyrnu með 2-0 sigri á Valencia á Mestalla-vellinum í dag en gestirnir frá Madríd misnotuðu tvær vítaspyrnur í leiknum.
Antonie Griezmann fékk gullið tækifæri til að koma Madrídar-mönnum yfir undir lok venjulegs leiktíma en misnotaði spyrnuna á 44. mínútu. Var því markalaust í hálfleik.
Sá franski bætti upp fyrir það í upphafi seinni hálfleiks er hann kom Atletico yfir á 63. mínútu leiksins en stuttu síðar fengu gestirnir aðra vítaspyrnu.
Í þetta skiptið steig Gabi á vítapunktinn en aftur mistókst Madrídar-mönnum að nýta þetta góða færi.
Það var ekki fyrr en í uppbótartíma að Madrídar-menn gulltryggðu sigurinn þegar Kevin Gameiro skoraði á 93. mínútu leiksins.
Atletico er því í toppsæti spænsku deildarinnar með 15 stig eftir sjö umferðir en Real Madrid og Barcelona geta komist upp fyrir Atletico síðar í dag.
Brenndu af tveimur vítaspyrnum en sigruðu samt
