Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 11:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í pontu á flokksþinginu í dag. vísir/ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ? Kosningar 2016 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. Sigmundi var tíðrætt um sögu Framsóknarflokksins sem fagnar aldarafmæli sínu í ár og þá fór hann yfir árangur ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Það má segja að formaðurinn hafi um miðbik ræðu sinnar verið á einlægu nótunum þegar hann þakkaði flokksmönnum fyrir þann stuðning sem þeir hefðu sýnt honum og fjölskyldu hans í kjölfar Panama-skjalanna en uppljóstranir í þeim um aflandseignir Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur eiginkonu Sigmundar urðu til þess að Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra í apríl síðastliðnum. Sigmundur sagði að þeim hjónum þætti leitt að flokksmenn hafi orðið fyrir aðkasti vegna þeirra. „Ég veit að undanfarnir mánuðir hafa verið ykkur erfiðir. Ég veit líka að það hefur verið ráðist á ykkur vegna mín og atburða sem tengjast lífi mínu og fjölskyldu minnar. Það hefur verið sárt fyrir okkur Önnu Stellu að upplifa að þið, samherjar okkar og vinir, hafið orðið fyrir aðkasti okkar vegna. Þess hefðum við ekki óskað neinum. Mér þykir þetta afar leitt, og okkur báðum. Og við viljum þakka ykkur fyrir þann stuðning sem þið hafið veitt okkur á þessum tíma, öll samtölin sem þið hafið átt, spurningarnar sem þið hafið svarað, á kaffistofunum, í búðinni og heitu pottunum, á netinu, út um allt,“ sagði Sigmundur. Hann sagði það ekki sjálfsagt að flokksmenn tækju slíkt á sig og að hann hefði auðvitað helst viljað að þeir hefðu ekki þurft að gera það. Sigmundur kvaðst síðan ekki vera óumdeildur stjórnmálamaður og það yrði hann líklega aldrei en eitt af því sem fælist í starfi stjórnmálamannsins væri viðleitni til að reyna að bæta sjálfan sig sem manneskju, læra af mistökum og reyna að gera betur. „Ég er sannarlega ekki gallalaus og hefði getað gert margt betur í gegnum tíðina, eins og við flest. Enginn sér meira eftir því þegar ég geri mistök en ég sjálfur. Verst þykir mér þó þegar þau hitta flokkinn og ykkur félaga mína illa fyrir á ósanngjarnan hátt. Einn af göllum mínum er að mér hættir til þess að sökkva mér of djúpt ofan í viðfangsefnin og gefa mér ekki nægan tíma til að sinna því sem þó er í senn það mikilvægasta og skemmtilegasta við þátttöku í stjórnmálum, samskipti við fólk,“ sagði Sigmundur og bætti við: „Það að heimsækja og ræða við flokksmenn, ykkur, sem berið uppi hið ómetanlega starf þessa flokks. Ég veit að ég hef fallið í sömu gryfju og svo margir stjórnmálamenn hvað þetta varðar og ég vil biðja ykkur afsökunar á því. Þetta er eitt af því sem ég vil helst bæta hjá mér sjálfum.“Framsóknarflokkurinn streymdi ræðu Sigmundar Davíðs á netinu. Hana má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. ?
Kosningar 2016 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira