Bökuðu tvíburaköku fyrir Gleðibankann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2016 10:15 Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét, Heiðrún og Valgerður Birna hittust fyrst allar í 1. bekk Hlíðaskóla. Mynd/Brynhildur Þegar auglýst var kökukeppni í félagsmiðstöðinni í Hlíðaskóla lögðu þær Heiðrún, Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét og Valgerður Birna á ráðin, bökuðu og hönnuðu. Afraksturinn var skemmtileg og skrýtin kaka sem var líka mjög góð á bragðið. En hvernig kaka? SD: Þetta er kaka með hálfpartinn tveimur hausum, tvíburakaka. H: Á botninum er marens, svo súkkulaðikrem og rjómi með bláum matarlit og ávöxtum. Þar ofan á eru svampbotnar sem líta út eins og smábörn sem eru græn og appelsínugul á litinn. V: Svo tókum við piparkökuform og tókum út úr kökunum og svissuðum litum svo það var komin græn stjarna í appelsínugula svampbotninn og appelsínugul í þann græna. H: Og svo settum við fullt af gúmmíi og nammi og kökuskrauti og piparkökum frá síðustu jólum á hliðarnar. SM: Og þá var komin marenskaka með smábarnaandlitum! Hvernig gekk að vera fjórar saman að baka? SD: Það gekk bara vel. Ég þeytti rjóma og skreytti. H: Það var æðislegt. Mér finnst gaman að baka með vinum mínum. Og mér er alveg sama hvort við vinnum eða ekki. V: Það gekk frekar vel. Við vorum ekki alltaf sammála í byrjun en svo komumst við að niðurstöðu með lýðræði. Hvað eruð þið búnar að vera vinkonur lengi? SM: Mjög lengi. Við Heiðrún vorum saman í leikskóla og Valgerður B. og Svanhildur D. líka. Við hittumst allar í 1. bekk í Hlíðaskóla, en urðum samt ekki alveg strax vinkonur. Ætlið þið að verða bakarar þegar þið verðið stórar? H og SM: Ég veit ekki. V: Maður veit aldrei??Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016. Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira
Þegar auglýst var kökukeppni í félagsmiðstöðinni í Hlíðaskóla lögðu þær Heiðrún, Svanhildur Dóra, Svanhildur Margrét og Valgerður Birna á ráðin, bökuðu og hönnuðu. Afraksturinn var skemmtileg og skrýtin kaka sem var líka mjög góð á bragðið. En hvernig kaka? SD: Þetta er kaka með hálfpartinn tveimur hausum, tvíburakaka. H: Á botninum er marens, svo súkkulaðikrem og rjómi með bláum matarlit og ávöxtum. Þar ofan á eru svampbotnar sem líta út eins og smábörn sem eru græn og appelsínugul á litinn. V: Svo tókum við piparkökuform og tókum út úr kökunum og svissuðum litum svo það var komin græn stjarna í appelsínugula svampbotninn og appelsínugul í þann græna. H: Og svo settum við fullt af gúmmíi og nammi og kökuskrauti og piparkökum frá síðustu jólum á hliðarnar. SM: Og þá var komin marenskaka með smábarnaandlitum! Hvernig gekk að vera fjórar saman að baka? SD: Það gekk bara vel. Ég þeytti rjóma og skreytti. H: Það var æðislegt. Mér finnst gaman að baka með vinum mínum. Og mér er alveg sama hvort við vinnum eða ekki. V: Það gekk frekar vel. Við vorum ekki alltaf sammála í byrjun en svo komumst við að niðurstöðu með lýðræði. Hvað eruð þið búnar að vera vinkonur lengi? SM: Mjög lengi. Við Heiðrún vorum saman í leikskóla og Valgerður B. og Svanhildur D. líka. Við hittumst allar í 1. bekk í Hlíðaskóla, en urðum samt ekki alveg strax vinkonur. Ætlið þið að verða bakarar þegar þið verðið stórar? H og SM: Ég veit ekki. V: Maður veit aldrei??Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. október 2016.
Lífið Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Sjá meira