Framkvæmdastjórar NBA spá því að Curry og LeBron skipti um hlutverk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2016 10:15 LeBron James og Stephen Curry. Vísir/Getty NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
NBA-deildin í körfubolta fer af stað á ný í næstu viku og margir bíða spenntir eftir fyrstu leikjunum enda hafa mörg liðanna breyst talsvert frá því í fyrra. Árleg spá framkvæmdastjóra NBA-liðanna hefur nú verið gerð opinber en þar spá þessir yfirmenn liðann fyrir um hvaða menn og lið munu standa upp úr á komandi tímabili. Ef marka má þessa spá þá munu lið Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors mætast í lokaúrslitunum þriðja árið í röð en Golden State vann titilinn 2015 og Cleveland síðasta sumar. Samkvæmt spánni skipta þeir Stephen Curry og LeBron James um hlutverk frá því á síðasta tímabili. LeBron James verður valinn bestur í stað Curry en Stephen Curry og félagar taka titilinn af Cleveland liðinu. 69 prósent framkvæmdastjóra NBA spá Golden State Warriors titlinum en Cleveland Cavaliers fékk 31 prósent atkvæða. Það þýðir að þessi tvö lið fengu öll atkvæðin í boði. LeBron James fékk 47 prósent atkvæða í spánni um hver verður kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Russell Westbrook varð í öðru sæti með 23 prósent og jafnir í 3. til 4. sæti urðu síðan Stephen Curry og James Harden. LeBron James var einnig valinn mesti leiðtoginn, klárasti leikmaðurinn og einnig sá fjölhæfasti. Hann var hinsvegar langt á eftir Stephen Curry þegar kom að því að velja mann til að taka lokaskotið í jöfnum leik. Stephen Curry þykir vera besti leikstjórnandinn í deildinni, James Harden var valinn besti skotbakvörðurinn, LeBron James besti litli framherjinn, Anthony Davis besti kraftframherjinn og DeAndre Jordan besti miðherjinn. Spútnikstjarna tímabilsins verður Devin Booker hjá Phoenix Suns en hann fékk þar 31 prósent atkvæða á móti 14 prósent hjá Karl-Anthony Towns í Minnesota Timberwolves og 10 prósent hjá Myles Turner í Indiana Pacers. Golden State Warriors þótti standa sig best á undirbúningstímabilinu með því að krækja í Kevin Durant og Durant fékk líka yfirburðarkosningu (80 prósent) um þann nýja leikmann liðanna sem mun hafa mest áhrif. Kawhi Leonard hjá San Antonio Spurs er besti varnarmaðurinn að mati framkvæmdastjóranna og þjálfari hans Gregg Popovich þykir vera besti þjálfarinn. Framkvæmdastjórarnir búast við því að Minnesota Timberwolves liðið bæti sig mest á milli tímabila og nýliði liðsins, Kris Dunn, verði kosinn besti nýliði tímabilsins. Karl-Anthony Towns hjá Minnesota Timberwolves væri jafnframt sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjóranna myndu velja fyrst ef þeir væru að setja saman nýtt framtíðarlið.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira