Hótaði því að láta myrða stuðningsmenn Inter Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. október 2016 22:15 Mauro Icardi með bókina sem hefur gert allt vitlaust. vísir/getty Þó svo fjölmargir stuðningsmenn Inter séu æfir út í leikmann liðsins, Mauro Icardi, þá mun hann halda fyrirliðabandinu hjá félaginu. Það staðfesti Inter í dag en mikil pressa var á félaginu að taka bandið af honum eftir mjög umdeildan kafla í ævisögu hans en bókin er nýkomin út. Þar rifjar Icardi upp atvik frá leiktíðinni 2014-15. Þá tapaði liðið á útivelli gegn Cagliari, 3-1. Eftir leikinn fór Icardi ásamt einum liðsfélaga sínum til þess að ræða við harðkjarna stuðningsmenn liðsins, Svokallaða Ultraz. Hann afhenti einum ungum stuðningsmanni treyjuna sína eftir spjallið en fékk hana svo aftur í bakið. Þá varð fjandinn laus. „Það var alger synd að einn Ultraz-gaurinn skildi taka treyjuna af krakkanum og kasta henni aftur í mig. Ég brjálaðist er hann gerði það. Mig langaði að kýla gaurinn sem kastaði treyjunni,“ skrifaði Icardi í bók sína og hélt áfram. „Ég fór að móðga manninn. Kallaði hann aumingja og öðrum illum nöfnum. Sagði hann ætti að skammast sín sem og allir aðrir sem voru þarna. Þá varð allt vitlaust. Er ég kom inn í klefann á eftir var tekið á móti mér sem hetju.“ Forráðamenn Inter höfðu áhyggjur af þessu og óttuðust að einhverjir stuðningsmannanna myndu reyna að sitja fyrir leikmanninum heima hjá honum. „Ég sagðist vera tilbúinn að mæta þeim öllum. Þeir vita kannski ekki að ég ólst upp í einu versta hverfi Suður-Ameríku þar sem morð var daglegt brauð. Hvað eru þeir margir? 100? 200? Skiptir engu máli. Ég mun bara koma með 100 glæpamenn frá Argentínu sem munu drepa þá á staðnum.“ Þessi kafli er augljóslega búinn að gera allt brjálað hjá stuðningsmönnunum og þeir eru vafalítið ekki kátir með að Icardi haldi fyrirliðabandinu. Hann mun þó þurfa að greiða sekt. Ítalski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira
Þó svo fjölmargir stuðningsmenn Inter séu æfir út í leikmann liðsins, Mauro Icardi, þá mun hann halda fyrirliðabandinu hjá félaginu. Það staðfesti Inter í dag en mikil pressa var á félaginu að taka bandið af honum eftir mjög umdeildan kafla í ævisögu hans en bókin er nýkomin út. Þar rifjar Icardi upp atvik frá leiktíðinni 2014-15. Þá tapaði liðið á útivelli gegn Cagliari, 3-1. Eftir leikinn fór Icardi ásamt einum liðsfélaga sínum til þess að ræða við harðkjarna stuðningsmenn liðsins, Svokallaða Ultraz. Hann afhenti einum ungum stuðningsmanni treyjuna sína eftir spjallið en fékk hana svo aftur í bakið. Þá varð fjandinn laus. „Það var alger synd að einn Ultraz-gaurinn skildi taka treyjuna af krakkanum og kasta henni aftur í mig. Ég brjálaðist er hann gerði það. Mig langaði að kýla gaurinn sem kastaði treyjunni,“ skrifaði Icardi í bók sína og hélt áfram. „Ég fór að móðga manninn. Kallaði hann aumingja og öðrum illum nöfnum. Sagði hann ætti að skammast sín sem og allir aðrir sem voru þarna. Þá varð allt vitlaust. Er ég kom inn í klefann á eftir var tekið á móti mér sem hetju.“ Forráðamenn Inter höfðu áhyggjur af þessu og óttuðust að einhverjir stuðningsmannanna myndu reyna að sitja fyrir leikmanninum heima hjá honum. „Ég sagðist vera tilbúinn að mæta þeim öllum. Þeir vita kannski ekki að ég ólst upp í einu versta hverfi Suður-Ameríku þar sem morð var daglegt brauð. Hvað eru þeir margir? 100? 200? Skiptir engu máli. Ég mun bara koma með 100 glæpamenn frá Argentínu sem munu drepa þá á staðnum.“ Þessi kafli er augljóslega búinn að gera allt brjálað hjá stuðningsmönnunum og þeir eru vafalítið ekki kátir með að Icardi haldi fyrirliðabandinu. Hann mun þó þurfa að greiða sekt.
Ítalski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Sjá meira