Brynjar Þór: Gott að taka pabba gamla með á æfingarnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2016 19:41 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira