Milljarðatekjur fyrir skósamninga í NBA Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 20:45 Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson. Íþróttir NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson.
Íþróttir NBA Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Fleiri fréttir Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti