Kjósandinn Magnús Guðmundsson skrifar 17. október 2016 07:00 Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera kjósandi á Íslandi. Ósjaldan hafa kjósendur kynnt sér menn og málefni, kosið eftir sinni sannfæringu en fengið svo eitthvað allt annað. Jafnvel þó svo flokkurinn sem fékk atkvæðið fékk hafi komist til valda. En hvað veldur? Í íslenskum stjórnmálum er sterk hefð fyrir því að allir flokkar lýsi því yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga eins og það er kallað að útiloka ekki samstarf við aðra flokka. Það er óneitanlega dálítið sérstakt því hvað málefni og áherslur varðar ber oft mikið á milli flokka í því sem kjósendur líta á sem grundvallaratriði í verkefnum stjórnmálanna. Afleiðingin hefur líka verið sú að kjósendur hafa oft mátt búa við umtalsverða óvissu í kjölfar kosninga. Óvissu sem markast af því sem stjórnmálin vilja kalla málefnasamninga en hinn almenni kjósandi þekkir kannski betur sem hrossakaup. Slík hrossakaup á milli stjórnarflokka hafa reyndar átt það til að lifa góðu lífi innan stjórnarsamstarfs allt fram á síðasta dag viðkomandi ríkisstjórna. Í þessu ljósi hljóta kjósendur að fagna því útspili Pírata að bjóða fjórum flokkum til viðræðna um mögulegt samstarf. Í því er fólgin afgerandi höfnun á samstarfi við þá sem er ekki boðið til viðræðna. Höfnun á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka og þar með væntanlega málefnaáherslum þeirra, vinnubrögðum og framgöngu á kjörtímabilinu. Og loks hljóta slíkar viðræður og mögulegar niðurstöður þeirra, að auðvelda kjósendum að gera upp hug sinn og skerpa línurnar í íslenskum stjórnmálum. Ekki veitir af. Sá eini sem á að hafa réttmæta kröfu til þess að ganga óbundinn til kosninga er kjósandinn sjálfur. Hann á að geta treyst því að sá flokkur sem hann gefur atkvæði sitt standi við áherslur og loforð sem voru gefin fyrir kosningar. Verði málefnasamningur, á borð við þann sem Píratar virðast stefna að, til þess að auka á samkvæmni á milli væntinga kjósenda og þess sem tekur við, er erfitt að sjá annað en að það sé kjósandanum og þar með lýðræðinu til góðs. Upplýsingar eru mikilvægasta forsenda þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Þeim mun meira sem kjósendur vita um það sem mögulega tekur við eftir kosningar, þeim mun betra. Þetta gildir ekki aðeins um málefni innan flokka heldur einnig mögulegar tilslakanir, forgangsröðun verkefna og þannig mætti áfram telja. Takist stjórnmálaflokkunum að upplýsa kjósendur um slíkt fyrir kosningar þá er það auðvitað af hinu góða. Íslendingar eru langþreyttir á hrossakaupum og þúfnahyggju íslenskra stjórnmála og eiga betra skilið. Nú reynir því á flokkana sem aldrei fyrr að draga upp skýra og afdráttarlausa mynd af því sem kann að taka við að loknum kosningum. Þetta gildir auðvitað jafnt um þá flokka sem standa innan þessa mögulega bandalags og utan. Því markmiðið hlýtur að vera eitt og hið sama: Að kjósendur viti og geti treyst því í hvaða átt atkvæði þeirra getur tekið íslenskt samfélag á komandi kjörtímabili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera kjósandi á Íslandi. Ósjaldan hafa kjósendur kynnt sér menn og málefni, kosið eftir sinni sannfæringu en fengið svo eitthvað allt annað. Jafnvel þó svo flokkurinn sem fékk atkvæðið fékk hafi komist til valda. En hvað veldur? Í íslenskum stjórnmálum er sterk hefð fyrir því að allir flokkar lýsi því yfir að þeir gangi óbundnir til kosninga eins og það er kallað að útiloka ekki samstarf við aðra flokka. Það er óneitanlega dálítið sérstakt því hvað málefni og áherslur varðar ber oft mikið á milli flokka í því sem kjósendur líta á sem grundvallaratriði í verkefnum stjórnmálanna. Afleiðingin hefur líka verið sú að kjósendur hafa oft mátt búa við umtalsverða óvissu í kjölfar kosninga. Óvissu sem markast af því sem stjórnmálin vilja kalla málefnasamninga en hinn almenni kjósandi þekkir kannski betur sem hrossakaup. Slík hrossakaup á milli stjórnarflokka hafa reyndar átt það til að lifa góðu lífi innan stjórnarsamstarfs allt fram á síðasta dag viðkomandi ríkisstjórna. Í þessu ljósi hljóta kjósendur að fagna því útspili Pírata að bjóða fjórum flokkum til viðræðna um mögulegt samstarf. Í því er fólgin afgerandi höfnun á samstarfi við þá sem er ekki boðið til viðræðna. Höfnun á samstarfi við núverandi ríkisstjórnarflokka og þar með væntanlega málefnaáherslum þeirra, vinnubrögðum og framgöngu á kjörtímabilinu. Og loks hljóta slíkar viðræður og mögulegar niðurstöður þeirra, að auðvelda kjósendum að gera upp hug sinn og skerpa línurnar í íslenskum stjórnmálum. Ekki veitir af. Sá eini sem á að hafa réttmæta kröfu til þess að ganga óbundinn til kosninga er kjósandinn sjálfur. Hann á að geta treyst því að sá flokkur sem hann gefur atkvæði sitt standi við áherslur og loforð sem voru gefin fyrir kosningar. Verði málefnasamningur, á borð við þann sem Píratar virðast stefna að, til þess að auka á samkvæmni á milli væntinga kjósenda og þess sem tekur við, er erfitt að sjá annað en að það sé kjósandanum og þar með lýðræðinu til góðs. Upplýsingar eru mikilvægasta forsenda þess að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Þeim mun meira sem kjósendur vita um það sem mögulega tekur við eftir kosningar, þeim mun betra. Þetta gildir ekki aðeins um málefni innan flokka heldur einnig mögulegar tilslakanir, forgangsröðun verkefna og þannig mætti áfram telja. Takist stjórnmálaflokkunum að upplýsa kjósendur um slíkt fyrir kosningar þá er það auðvitað af hinu góða. Íslendingar eru langþreyttir á hrossakaupum og þúfnahyggju íslenskra stjórnmála og eiga betra skilið. Nú reynir því á flokkana sem aldrei fyrr að draga upp skýra og afdráttarlausa mynd af því sem kann að taka við að loknum kosningum. Þetta gildir auðvitað jafnt um þá flokka sem standa innan þessa mögulega bandalags og utan. Því markmiðið hlýtur að vera eitt og hið sama: Að kjósendur viti og geti treyst því í hvaða átt atkvæði þeirra getur tekið íslenskt samfélag á komandi kjörtímabili.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun