Trump skorar á Clinton í lyfjapróf Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. október 2016 23:45 Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið "uppvíruð“ þegar þau mættust í öðrum sjónvarpskappræðum af þrem í síðustu viku. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, heldur því fram að Hillary Clinton hafi verið „uppvíruð“ þegar þau mættust í sjónvarpskappræðum í síðustu viku. Hann segir að þau ættu bæði að fara í lyfjapróf áður en þriðju og síðustu kappræðurnar fara fram. Þá sagði hann einnig að útlit væri fyrir að búið væri að hagræða úrslitum kosninganna. Kannanir síðustu daga hafa sýnt að Trump er að missa fylgi í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að upptökur, þar sem heyra mátti Trump fleygja fram óviðeigandi ummælum um konur, voru birtar.Hillary Clinton should have been prosecuted and should be in jail. Instead she is running for president in what looks like a rigged election— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Á kosningafundi í New Hampshire lét Trump þau orð svo falla að Clinton hafi verið „uppvíruð“ í byrjun kappræðanna en hafi varla komist að bílnum sínum að þeim loknum. „Við ættum að fara í lyfjapróf,“ sagði hann. Trump gaf engar frekari skýringar máli sínu til stuðnings. Trump hefur upp á síðkastið byggt kosningabaráttu sína að miklu leyti á persónuárásum á Hillary Clinton og eiginmann hennar, Bill. Í kjölfar ummæla Trump um konur, þar sem hann lýsir hvernig hann áreitir konur kynferðislega, hafa minnst ellefu konur stigið fram og sakað Trump um að hafa beitt sig kynferðislofbeldi. Trump heldur því hins vegar fram að hann sé fórnarlambið í þessu máli. „Ekkert gerðist með neinum þessara kvenna. Algjör uppspuni til að stela kosningunum. Enginn ber meiri virðingu fyrir konum en ég!“ sagði Trump á Twitter síðdegis í dag. Nothing ever happened with any of these women. Totally made up nonsense to steal the election. Nobody has more respect for women than me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 15, 2016 Síðustu sjónvarpskappræðurnar eru á miðvikudag, en Clinton er talin hafa borið sigur úr bítum úr fyrstu tveimur. Kosningarnar eru 8. nóvember næstkomandi og því eru rúmlega þrjár vikur til kosninga
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08 Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04 Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30 Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Trump um kynferðisofbeldi Önnnur var þátttakandi í The Apprentice. 14. október 2016 21:08
Segir ummæli Trump um konur vera óásættanleg Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, flutti í gær mjög persónulega ræðu um ummæli Donald Trump um konur og viðhorf hans. 14. október 2016 11:00
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Boðar sönnunargögn sem afsanni ásakanir á hendur Trump Varaforsetaefni Repúblikana, Mike Pence, boðar að ný sönnunargögn verði sett fram síðar í dag. 14. október 2016 16:04
Trump segir allar konurnar ljúga Donald Trump segir ásakanir gegn sér vera „samsæri gegn bandarísku þjóðinni“. 14. október 2016 10:30
Trump um nýjustu ásakanirnar: „Ég er fórnarlamb“ Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, segist vera fórnarlamb einnar stærstu pólítísku ófrægingarherferðar í sögu Bandaríkjanna. 15. október 2016 08:14