
Hinseginfræðsla fyrir verðandi heilbrigðisstarfsmenn
Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga á Íslandi þá á sjúklingur rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Það þýðir að sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Auk þess skal heilbrigðisstarfsmaður leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Að því sögðu má spyrja sig hvernig hinsegin fólki farnist innan heilbrigðiskerfisins og hvort þekking á hinsegin málefnum meðal heilbrigðisstarfsmanna sé nægileg til að tryggja sem fullkomnasta heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp einstaklinga? Í fyrrnefndri könnun þóttu aðeins 27% af 186 svarendum á heilbrigðisvísindasviði að þeir hafi fengið nægilega fræðslu um hinsegin málefni. Hinsvegar töldu um 87% að þekking á meðal starfsfólks á hinsegin málefnum myndi auka gæði heilbrigðisþjónustu fyrir hinsegin fólk auk þess sem 86% var sammála því að hinseginfræðsla ætti að vera hluti af háskólanámi heilbrigðisstarfsfólks.
Hinsegin fólk eins og hvert annað fólk þarf á heilbrigðisþjónustu að halda á einhverjum tímapunkti. Ákveðnir hinsegin hópar þurfa hinsvegar á viðvarandi heilbrigðisþjónustu að halda. Sumt trans fólk, sem er fólk sem upplifir sig ekki í því kyni sem því var úthlutað við fæðingu, kýs að fara í kynleiðréttingarferli en mikill hluti þess á sér stað innan heilbrigðiskerfisins og hormónameðferð er ævilangt. Intersex fólk þarf einnig oft á langvarandi meðferð að halda t.d. vegna hormóna vanstarfsemi/ofstarfsemi. Intersex fólk er fólk með ódæmigerð kyneinkenni fyrir karl eða konu þar sem kyneinkenni vísa til líkama okkar og einkenna, þ.e. kynlitninga, æxlunarfæra, kynfæra, hormónastarfsemi og annara þátta.
Þó svo að við megum vera mjög stolt af okkar heilbrigðiskerfi og starfsmönnum þá er það staðreynd að hinsegin fólk og sér í lagi trans og intersex fólk verður fyrir mismunun í heilbrigðiskerfinu. Forræðishyggja, fordómar og fáfræði eru helsta uppspretta þessarar mismununar. Forræðishyggja að því leiti að til þess að trans fólk í kynleiðréttingarferli geti fengið nafnabreytingu, hormón og undirgengist skurðaðgerðir þá þarf teymi á Landspítala að greina einstaklinginn með kynáttunarvanda (geðgreining) og meta hvort að einstaklingar séu hæfir í og uppfylli skilyrði þess að geta byrjað í ferli. Þessi skilyrði gefa ekki mikið svigrúm fyrir fólk sem upplifir sig ekki eingöngu sem karl eða konu og ýta undir tvíhyggju kynjakerfi, sbr. skilgreiningu á kynáttunarvanda og orðalagi í lögum um réttarstöðu einstaklinga með kynáttunarvanda nr. 57/2012 þar sem eingöngu er gert ráð fyrir tveimur kynjum. Intersex fólk getur líka lent í forræðishyggju þ.e. lenda í því að sæta óþarfa inngrip. Til dæmis hafa ungabörn með óræð kynfæri verið látin undirgangast óþarfa aðgerðir á kynfærum þeirra án læknisfræðilegra ástæðna. Þessar aðgerðir eru því einungis gerðar til að normalísera útlit þeirra og geta ollið varanlegan skaða á kynfærum. Fordómar gagnvart hinsegin fólki innan heilbrigðiskerfisins eru þakkanlega oftast ómeðvitaðir og stafa líklegast aðallega af fáfræði. Dæmi um þetta er að oft er gert ráð fyrir að einstaklingur sé gagnkynhneigður og cískynja (s.s. ekki trans) þar til annað sannast.
Fræðsla er sterkasta vopnið sem við höfum í baráttu við fordóma. Fordómar eru oftast sprottnir af þekkingarskorti sem gerir fólki erfitt að setja sig í spor annarra. Hér er því mikið svigrúm til að gera betur í að fræða heilbrigðisstarfsfólk um hinsegin málefni, veruleika og hugtök. Í margnefndri könnun skoraði sá hópur nemanda sem hafði fengið hinseginfræðslu marktækt hærra á hinseginþekkingu heldur en þeir sem höfðu ekki fengið fræðslu. Þeir mátu sig einnig betur í stakk búna til að taka á móti hinsegin fólki án nokkurra vandkvæða. Það er því ljóst að hinseginfræðsla er mikilvægt tól til að bæta heilbrigðisþjónustu og með eflingu hinseginfræðslu í háskólanámi verðandi heilbrigðisstarfsmanna væri mikill sigur hafinn.
Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Jafnréttisnefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands, í tilefni Jafnréttisdaga háskólanna sem standa yfir dagana 10.-21. október. Dagskrá má finna hér.
Skoðun

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar