Trump segir allar konurnar ljúga Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2016 10:30 Donald Trump í Ohio í gær. Vísir/AFP Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Donald Trump segir þær konur sem hafa sakað hann um áreiti og kynferðisbrot vera að ljúga. Hann segist geta sannað það og að hann sé fórnarlamb ófrægingarherferðar Hillary Clinton og fjölmiðla. Þá sagði hann framboð sitt berjast fyrir lífi Bandaríkjanna. Trump hefur verið sakaður um að káfa á og kyssa konur gegn vilja þeirra í mörgum atvikum sem ná aftur til ársins 1980. Tvær konur sem CNN ræddi við segja ástæðu þess að þær hafi stigið fram vera svar Trump við spurningu Anderson Cooper í síðustu kappræðum varðandi myndbandið frá 2005 sem Washington Post birti fyrir viku síðan.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum. Þar mátti heyra Trump stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær í skjóli frægðar sinnar. Cooper spurði Trump hvort hann áttaði sig á því að hann hefði verið að tala um kynferðisbrot, en Trump sagði Cooper misskilja það sem hann hefði sagt. Þetta hefði einungis verið svokallað „búningsklefa-spjall“ og svo fór hann að tala um Íslamska ríkið.Frá síðustu helgi hefur fylgi Trump lækkað samkvæmt könnunum. Fjölmargir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa dregið stuðning sinn til baka. Samkvæmt nýrri könnun Rauters segir fimmtungur skráðra repúblikana að ummæli Trump geri han óhæfan til að sitja í embætti forseta. New York Times birti í gær frásögn tveggja kvenna sem sökuðu Trump um að hafa kysst sig og káfað á sér og í kjölfarið birtu aðrir fjölmiðlar aðrar frásagnir kvenna sem sökuðu forsetaframbjóðandann um að brjóta á sér. Þá stigu einnig fram fyrrverandi þátttakendur í fegurðarsamkeppnum Trump sem sögðu hann reglulega hafa gengið inn á stúlkur, allt að fimmtán ára gamlar, þar sem þær voru að klæða sig.Sjá einnig: Konur saka Trump um kynferðisbrot Lögmaður Trump hefur hótað New York Times lögsókn og Trump segist aldrei hafa hitt þessar konur. „Þessar ásakanir gegn mér um óviðeigandi hegðun gagnvart konum eru fullkomnlega og algerlega rangar og Clinton hjónin vita það. Ég hef aldrei hitt þetta fólk,“ sagði Trump á kosningafundi í Ohio í gær. Þá virtist Trump gefa í skyn að konurnar væru ekki nægilega fallegar til að hann myndi veita þeim athygli.The phony story in the failing @nytimes is a TOTAL FABRICATION. Written by same people as last discredited story on women. WATCH!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016 Why didn't the writer of the twelve year old article in People Magazine mention the "incident" in her story. Because it did not happen!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15 Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00 Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54 Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00 Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Segist á „vissan hátt“ vera verkamaður Donald Trump vill meina að hann sé ekki svo frábrugðinn hefðbundnu fólki. 11. október 2016 14:15
Framleiðandi The Apprentice fordæmir framboð Trump Mark Burnett, sjónvarpsþáttaframleiðandinn sem kom Donald Trump á kortið með þáttunum The Apprentice, hefur gefið út yfirlýsingu þar sem hann fordæmir forsetaframboð Trump. 13. október 2016 22:00
Obama tjáir sig um myndbandið af Trump: „Þetta er ekki rétt“ Bandaríkjaforseti hefur tjáð sig í fyrsta skipti um myndbandið umdeilda af Donald Trump. 11. október 2016 23:54
Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Ríkisstjórinn Chris Christie vill ekki lengur koma Trump til varnar, ekki frekar en ýmsir aðrir þungavigtarmenn úr Repúblikanaflokknum sem hafa haldið sig til hlés eftir að upptöku sem sýndi Trump viðhafa óviðeigandi ummæli um konur. 12. október 2016 07:00
Segir ásakanir um afskipti af kosningum vera fáránlegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir "of margar píkur“ koma að kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. 12. október 2016 14:37
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna