Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, segir það sinn draum að vera sem lengst hjá spænska stórliðinu en þessi portúgalski framherji hefur átt ansi gott ár.
Ronaldo vann Meistaradeildina í þriðja sinn í maí þegar Real lagði Atlético Madrid en þetta var í annað sinn sem hann sigrar í Meistaradeildinni. Þá varð hann einnig Evrópumeistari með Portúgal.
Samningur Ronaldo við Real Madrid gildir út leiktíðina 2018 en talið er að spænska félagið muni tilkynna um framlengingu á honum á næstu mánuðum.
„Ég vann Meistaradeildina og Evrópumótið í ár þannig síðustu vikur og mánuðir hafa verið frábærir tímar á mínum ferli,“ segir Ronaldo í viðtali við La Gazzetta dello Sport.
„Þetta fær mig bara til að leggja enn meira á mig fyrir Real Madrid. Það er draumur minn að halda áfram að spila fyrir Real en hér vil ég vera í mörg ár því félagið á sérstakan stað í hjarta mínum“ segir Cristiano Ronaldo.
