Drillo vill fá Lars til bjargar: „Hann er þjálfarinn sem Noregur þarf á að halda“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 09:00 Lars Lagerbäck gæti vafalítið komið hlutunum í lag hjá Noregi. vísir/vilhelm Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Norska landsliðið í fótbolta hefur sjaldan verið slakara en um þessar mundir. Liðið tapaði fyrir Aserbaídjan í undankeppni HM 2018 um helgina og kreisti fram sigur gegn smáríkinu San Marinó sem skoraði sitt fyrsta útivallarmark í fimmtán ár gegn Norðmönnum á Ullevål. Norskir sparkspekingar gera lítið annað en að tæta norska liðið og norskan fótbolta að stóru leyti í sig þessa dagana og er landsliðsþjálfarinn Per-Mathias Högmo heldur betur valtur í sessi. Búist er við að Högmo verði látinn fara og að nýr þjálfari stýri norska landsliðinu síðasta mótsleik ársins gegn Tékklandi ytra í byrjun nóvember. Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar, er sá maður sem oftast er talað um þegar rætt er um eftirmann Högmo en Egil „Drillo“ Olsen, fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs, vill fá Svíann Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfara Svíþjóðar og íslands.Niður fyrir Færeyjar Norska liðið náði sínum langbesta árangri í sögunni með Drillo við stjórnvölinn um aldamótin en hann benti á Lars í viðtali við norska fjölmiðla þegar mögulegur eftirmaður Högmo var til umræðu. „Þjálfari sem ég ber mikla virðingu fyrir er Lars Lagerbäck. Ég veit ekki hvort hann er inn í myndinni en hann er þjálfari sem Noregur þarf á að halda,“ sagði Drillo. Noregur er í svo sögulegri lægð að það fer niður fyrir Færeyjar á næsta heimslista en þar verður Ísland í 21. sæti, langefst allra Norðurlandaþjóðanna.Ísland bætir sinn eigin árangur um eitt sæti en undir stjórn Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar komst liðið hæst í 22. sæti eftir frábæran árangur á Evrópumótinu í Frakklandi. Lars Lagerbäck starfar nú hjá sænska knattspyrnusambandinu og vinnur með sænska landsliðinu í undankeppni HM 2018.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Fleiri fréttir Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti