Forsætisráðherra metur arðsemi sjávarútvegs ofar frjálsri samkeppni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. október 2016 07:00 Rætt var um samkeppnisumhverfi í sjávarútvegi á fundi SFÚ og FA. Mynd/FA Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Fimm af þeim sjö flokkum sem njóta mests fylgis í aðdraganda alþingiskosninga vilja að markaðsverð verði notað sem skiptaverð alls bolfisksafla á Íslandi í stað viðmiðunarverðs Verðlagsstofu skiptaverðs sem er nokkru lægra. Þessu lýstu fulltrúar flokkanna Viðreisnar, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna á fundi sem Félag atvinnurekenda (FA) og Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda (SFÚ) héldu í gær. Páll Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og fulltrúi Framsóknarflokks, sögðust andvígir þeirri hugmynd. Sigurður Ingi sagði það ekki hlutverk ríkisins að grípa inn í kjaraviðræður sjómanna við útgerðir og Páll Magnússon sagði að svar sitt væri einfaldlega nei. Skiptaverð væri ákveðið í samningum útgerðar við sjómenn. Páll og Sigurður Ingi sögðu jafnframt að varlega ætti að fara í breytingar í átt að frjálsri samkeppni sökum þess hve arðbær sjávarútvegur er í núverandi ástandi.Össur Skarphéðinsson, þingmaður.vísir/vilhelm„Píratar eru með samþykkta stefnu um að það sé alltaf markaðsverð á öllum fiski,“ sagði Alfa Eymarsdóttir, fulltrúi Pírata. Benedikt Jóhannesson, fulltrúi Viðreisnar, tók í sama streng og sagði að taka ætti upp markaðstengt verð. Það gerðu Björn Valur Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna, og Össur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar, einnig. Björt Ólafsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, sagði flokkinn hafa mikinn áhuga á upptöku markaðsverðs sem skiptaverðs.Björt Ólafsdóttir, þingmaður.vísir/anton brinkÍ upphafi fundar hélt Ólafur Arnarson, starfsmaður stjórnar SFÚ, ræðu þar sem hann fór yfir áherslur FA og SFÚ í sjávarútvegsmálum og vandaði forsætisráðherra ekki kveðjurnar fyrir störf hans í sjávarútvegsráðuneytinu meginþorra kjörtímabils. Sagði Ólafur að þrátt fyrir að afurðir SFÚ skiluðu hæstu verði væru fyrirtækin neydd til að kaupa sínar afurðir á allt að helmingi hærra verði en vinnslur lóðrétt samþættra útgerða, það er fyrirtækja sem bæði veiða og verka. Benti hann á að umræddar útgerðir hefðu á síðustu árum hafið að kaupa einnig fisk á fiskmarkaði, allt að helming alls þorsks, og skapað þannig skort. „Íslenskir fiskmarkaðir eru orðnir skortmarkaðir með himinháu verði,“ sagði Ólafur. Hann sagði Samkeppniseftirlitið ítrekað hafa bent ríkinu á nauðsynlegar umbætur í samkeppnisumhverfi sjávarútvegs og nefndi meðal annars álit eftirlitsins frá árinu 2012 þar sem þeim tilmælum var beint til sjávarútvegsráðherra að koma í veg fyrir samkeppnishindranir.Ólafur ArnarssonÓlafur sagði ríkisstjórnarflokkana jafnframt hafna markaðslausnum og heilbrigðri samkeppni. Sagði hann þá Sigurð Inga hafa svikið loforð sem hann gaf á sams konar fundi fyrir síðustu kosningar þar sem hann lýsti vilja sínum til að tryggja að stærri hluti afla færi á markað sem og að vinna að því að hrinda tilmælum Samkeppniseftirlitsins í framkvæmd. Aðspurð um tilmæli Samkeppniseftirlitsins sögðust sömu fimm flokkar hlynntir því að hrinda þeim í framkvæmd. Ríkisstjórnarflokkarnir slógu hins vegar varnagla við því að hlíta tilmælum Samkeppniseftirlitsins og sagði Sigurður Ingi að ekki mætti gera breytingar sem kollvörpuðu kerfinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira