Framtíð HM í fótbolta gæti ráðist á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:30 Gianni Infantino. Vísir/Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum. HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum.
HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Sjá meira