Sjö flokkar næðu mönnum inn á þing Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2016 06:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30