Trump fagnar því að vera laus við þungavigtarmennina Guðsteinn Bjarnason skrifar 12. október 2016 07:00 Donald Trump ásamt Chris Christie ríkisstjóra. vísir/afp Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Nú hefur Chris Christie, ríkisstjóri í New Jersey, bæst í hóp þeirra þungavigtarrepúblikana sem Donald Trump hefur gengið fram af. Christie sagði í gær að ummæli Trumps á myndbandinu, sem lekið var í fjölmiðla fyrir helgina, hafi verið algerlega óverjanleg: „Ég mun ekki verja þau og hef ekki varið þau.“ Trump stærði sig þar af því að geta áreitt konur að vild. Christie atti um tíma kappi við Trump um að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, en lýsti síðan yfir stuðningi við hann. Hann vill raunar ekki ganga svo langt að segjast ekki lengur styðja Trump til forseta, en segir að Trump hafi ekki beðist afsökunar með nægilega afgerandi hætti. Þetta kemur í beinu framhaldi af yfirlýsingu Pauls Ryan, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem á mánudaginn lýsti því yfir að hann treysti sér ekki lengur til að hvetja flokksmenn til að styðja framboð Trumps. Úr því sem komið er hafi hann meiri áhyggjur af gengi flokksins í þingkosningum. Þingmenn flokksins eigi nú að hugsa frekar um sjálfa sig hver í sínu kjördæmi. „Þingforsetinn ætlar að einbeita sér að því næsta mánuðinn að verja þingmeirihluta okkar,“ sagði AshLee Strong, talskona hans, í yfirlýsingu sem fréttastöðin CNN skýrði frá. „Hann mun verja allri orku sinni í að tryggja að Hillary Clinton fái ekki óútfylltan tékka með Demókrata í meirihluta á þinginu.“ Forsetakosningarnar eru þar með í raun orðnar að aukaatriði fyrir flokkinn. Fleiri þungavigtarmenn í flokknum hafa nýlega lýst yfir andstöðu við Trump eða í það minnsta neitað að styðja hann. Þar á meðal eru John McCain, Condoleezza Rice og John Kasich. Harðir stuðningsmenn Trumps hafa margir hverjir tekið þessu illa og segja nauðsynlegt að flokkurinn gangi sameinaður til forsetakosninga. Enda geti gengi flokksins í forsetakosningum haft mikil áhrif á gengi hans í þingkosningum. Margir áhrifamenn flokksins halda reyndar enn tryggð við Trump, eða hafa í það minnsta ekki gefið annað til kynna. Meðal þeirra eru Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, og öldungadeildarþingmaðurinn Marco Rubio, sem rétt eins og Christie keppti upphaflega við Trump um að verða forsetaefni flokksins. Trump sjálfur virðist síðan ekki ætla að láta þetta neitt á sig fá, heldur ræðst af hörku gegn þeim áhrifamönnum innan flokksins sem hafa gagnrýnt hann. Til þess notar hann Twitter og fagnar því reyndar að vera nú laus úr hlekkjunum: „Það er svo gott að hlekkirnir hafa verið teknir af mér og nú get ég barist fyrir Bandaríkin með þeim aðferðum sem ég vil.“ Segir þar meðal annars að Paul Ryan sé veikburða og áhrifalítill leiðtogi. Hann segir einnig að Repúblikanaflokkurinn geti lært ýmislegt af Demókrötum um flokkshollustu: „Að undanskildu því að svíkja Bernie um útnefningu þá hafa Demókratar alltaf reynst miklu trygglyndari hver öðrum en Repúblikanar,” segir Trump.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50 Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30 Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Ken Bone fór á kostum hjá Jimmy Kimmel Bone vakti mikla athygli í kappræðum Clinton og Trump á þar sem hann var í hópi áhorfenda. 11. október 2016 08:50
Melania Trump klæddist bleikri "pussy bow" blússu á kappræðunum Frú Trump vekur athygli fyrir kaldhæðið fataval í ljósi ummæla eiginmanns síns fyrir helgi. 10. október 2016 15:30
Enn dregur úr líkum á að Trump sigri Clinton Donald Trump fór mjög laskaður inn í frambjóðendakappræður í gærkvöldi. Upptaka af niðrandi ummælum Trumps um konur hefur sætt harðri gagnrýni. Margir hafa hætt að styðja framboð hans. Meiri líkur á að Clinton verði forseti. 10. október 2016 07:00