Kvennalið Breiðabliks er eina íslenska fótboltafélagið sem hefur ekki klárað tímabilið og stelpurnar verða í eldlínunni í Svíþjóð á morgun.
Blikastelpur spila þá seinni leikinn við stórlið Rosengård í Malmö í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri leikurinn endaði 1-0 fyrir Rosengård á Kópavogsvellinum í síðustu viku og eiga Blikastelpur því enn möguleika á að komast áfram.
Lotta Schelin skoraði eina mark Svíanna í fyrri leiknum og kom það strax á áttundi mínútu. Marta og fleiri stórstjörnur sænska liðsins varð mjög kalt í leiknum en mikið rok og rigning á meðan leiknum stóð.
Aðstæðurnar verða vissulega betri aðstæður í Malmö á morgun en þó bara átta gráðu hiti.
Breiðabliksliðið er á erfiðum útivelli í þessum leik en Blikastelpurnar vonast eftir því að fá stuðning úr stúkunni.
Blikar biðla til Íslendinga í Kaupmannahöfn og á Skáni að fjölmenna á völlinn og styðja Íslensku stelpurnar til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19.00 að sænskum tíma eða klukkan 17.00 að íslenskum tíma.
