Englendingar og Slóvenar gerður markalaust jafntefli út í Slóveníu í kvöld. Leikurinn var hluti af undankeppni HM í Rússlandi sem fram fer árið 2018.
Leikurinn var virkilega bragðdaufur og hefur leikur enska liðsins alls ekki verið sannfærandi undanfarna mánuði. Wayne Rooney byrjaði leikinn á bekknum hjá enskum en fékk korter til að setja mark sitt á leikinn undir lokin.
Joe Hart var í banastuði í marki Englands og geta gestirnir þakkað honum að leikurinn tapaðist ekki.
Í kvöld vann Litháen Möltu 2-0 og Slóvakar völtuðu fyrir Skota 3-0.
Staðan í E-riðli er þannig að Englendingar eru í efsta sætinu með sjö stig. Litháar og Slóvenar eru í 2.-3. með fimm stig.
