Charles er aðeins 17 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hefur hann safnað að sér hálfri milljón fylgjenda á Instagram og 70.000 fylgjenda á Youtube. Þetta er í fyrsta sinn sem að strákur hefur verið skipaður í þetta hlutverk hjá fyrirtækinu.
Sífellt fleiri strákar eru byrjaðir að farða sig, hvort sem það er til gamans eða til þess að ganga með það dagsdaglega. Það þykir ekki lengur feimnismál eins og það gerði fyrir fáeinum árum. Þetta verður því að teljast þróun í rétta átt og á ráðningin eflaust eftir að vekja mikla lukku hjá aðdáendum Cover Girl.
